Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

13.02.2017

Forseti ÍSÍ í heimsókn

Forseti ÍSÍ í heimsóknLárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, heimsótti um helgina Ólympíuþorpið í Erzurum, þar sem íslensku þátttakendurnir á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar dvelja. Hann skoðaði vistarverur hópsins og skrifstofuaðstöðu og heilsaði upp á íslensku þátttakendurna. Lárus var viðstaddur setningarhátíðina í gærkvöldi og mun í dag fylgjast með keppni hjá íslenska hópnum.
Nánar ...
13.02.2017

Geir sæmdur Gullmerki ÍSÍ

Geir sæmdur Gullmerki ÍSÍÁ 71. ársþingi KSÍ, sem haldið var um helgina í Vestmannaeyjum, var Geir Þorsteinsson sæmdur Gullmerki ÍSÍ fyrir hans góðu störf í þágu íþróttahreyfingarinnar og þá ekki síst knattspyrnuhreyfingarinnar. Það var Helga Steinunn Guðmundsdóttir, varaforseti ÍSÍ, sem sæmdi Geir merkinu.
Nánar ...
13.02.2017

71. ársþing KSÍ

71. ársþing KSÍ71. ársþing Knattspyrnusambands Íslands var haldið um helgina í Höllinni í Vestmannaeyjum. Geir Þorsteinsson sem verið hefur formaður KSÍ síðustu 10 árin gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þeir Guðni Bergsson og Björn Einarsson buðu sig fram til embættisins. Guðni hafði betur og var kjörinn formaður KSÍ til næstu tveggja ára.
Nánar ...
12.02.2017

Setningarhátíð EYOWF frábær

Setningarhátíð EYOWF frábærSetningarhátíð Vetrarólympíuhátíðar Evrópuæskunnar fór fram í kvöld á knattspyrnuleikvanginum Kazim Karabekir. Fánaberi íslenska hópsins var Katla Björg Dagbjartsdóttir og stóð hún sig með sóma í því hlutverki.
Nánar ...
12.02.2017

Setningarhátíð EYOWF 2017 í kvöld

Setningarhátíð EYOWF 2017 í kvöldSetningarhátíð Vetrarólympíuhátíðar Evrópuæskunnar fer fram í kvöld. Ólympíuhátíðin er nú að hefjast í þrettánda sinn og fer að þessu sinni fram í Erzurum í Tyrklandi. Þátttökuþjóðir eru 34, þátttakendur eru um 1200 og keppni stendur yfir frá mánudegi til föstudags. 
Nánar ...
10.02.2017

ÍSÍ á Snapchat

ÍSÍ á SnapchatÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands er nú í fyrsta sinn með Snapchat. Notendanafn ÍSÍ á Snapchat er isiiceland. Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í Erzurum í Tyrklandi 12. – 17. febrúar. Ísland á sem fyrr keppendur á leikunum, nú í alpagreinum, skíðagöngu, listskautum og á snjóbretti. Íslenski hópurinn er hluti af ÍSÍ á Snapchat á meðan á viðburðinum stendur. ÍSÍ hvetur fólk til þess að bæta ÍSÍ við á Snapchat (isiiceland) og skyggnast á bak við tjöldin á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar.
Nánar ...
10.02.2017

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Erzurum

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í ErzurumVetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í Erzurum í Tyrklandi 12. – 17. febrúar. Ísland á sem fyrr keppendur á leikunum, nú í alpagreinum, skíðagöngu, listskautum og á snjóbretti. Keppendur á leikunum eru á aldrinum 14 til 18 ára, þátttökuþjóðir eru 34 og þátttakendur eru um 1200. Setningarhátíðin fer fram kvöldið 12. febrúar, kl.19:30 að staðartíma (16:30 á íslenskum tíma). Lokahátíðin fer fram kvöldið 17. febrúar á sama tíma og setningarhátíðin.
Nánar ...
09.02.2017

1 ár til PyeongChang 2018

1 ár til PyeongChang 2018Í dag er eitt ár þar til ​XXIII Vetrarólympíuleikarnir fara fram í borginni PyeongChang í Suður Kóreu dagana 9. til 25. febrúar 2018. Verður það í annað sinn sem Suður Kórea heldur Ólympíuleika, en sumarleikarnir 1988 fóru fram í Seoul. Þetta verða þriðju Vetrarólympíuleikarnir í Asíu, en Japan hefur tvívegis haldið vetrarleika, Sapporo 1972 og Nagano 1998.
Nánar ...
08.02.2017

Nýr bæklingur - Átröskun og íþróttir

Út er kominn nýr bæklingur um átröskun og íþróttir, en um er að ræða endurnýjun á bæklingi sem gefinn var út af ÍSÍ árið 1999. Höfundur bæklingsins er Petra Lind Sigurðardóttir sálfræðingur. Bæklingurinn er aðgengilegur á heimasíðunni bæði í pdf og issuu formi en einnig er hægt að nálgast hann í prentaðri útgáfu á skrifstofu ÍSÍ.
Nánar ...
07.02.2017

Fundur aðalfararstjóra vegna PyeongChang 2018

Fundur aðalfararstjóra vegna PyeongChang 2018Næstu Vetrarólympíuleikar fara fram í PyeongChang í Suður Kóreu í febrúar 2018.​ Í síðustu viku fór fram fundur aðalfararstjóra Ólympíunefnda og sótti Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, fundinn fyrir hönd ÍSÍ, en framkvæmdastjórn ÍSÍ útnefndi hann í hlutverk aðalfararstjóra nýverið.
Nánar ...
03.02.2017

Margt að læra um góða stjórnunarhætti

Margt að læra um góða stjórnunarhættiÍ gær fór fram ráðstefnan „Góðir stjórnunarhættir – ólíkar leiðir að settu marki“ í Háskólanum í Reykjavík. Ráðstefnan var haldin á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í samstarfi við HR og var hluti af WOW Reykjavik International Games 2017. Á ráðstefnunni deildu þrír erlendir fyrirlesarar reynslu sinni um stjórnunarhætti í íþróttaheiminum. Ráðstefnustjórinn Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, leysti það hlutverk afar vel úr hendi.​
Nánar ...