Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

09.08.2016

Ríó 2016 - Anton Sveinn í 18. sæti

Ríó 2016 - Anton Sveinn í 18. sætiAnt­on Sveinn McKee keppti í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Hann synti á tímanum 2:11,39 mín­út­um, en það er rúmri sek­úndu frá Íslands­meti hans, sem hann setti í fyrra. Þessi tími tryggði honum 18. sætið, en 16 sundmenn komust áfram í undanúrslitin. Ant­on var mjög ná­lægt því að kom­ast áfram, eða 13/100 úr sek­úndu. Ant­on hef­ur þar með lokið keppni á leik­un­um.
Nánar ...
09.08.2016

Ríó 2016 - Frjálsíþróttakeppendur í æfingabúðum

Ríó 2016 - Frjálsíþróttakeppendur í æfingabúðumÞær Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir voru viðstaddar setningarathöfn Ólympíuleikanna í Ríó s.l. föstudagskvöld. Í beinu framhaldi héldu þær ásamt þjálfurum sínum þeim Gunnari Páli Jóakimssyni og Terry Mchuch í æfingabúðir í bæinn Penedo sem er í um 200 kílómetra fjarlægð frá Ríó.
Nánar ...
09.08.2016

Ríó 2016 - Hrafnhildur í 6. sæti

Hrafn­hild­ur Lúth­ers­dótt­ir náði 6. sæti í 100 metra bring­u­sundi á Ólymp­íu­leik­un­um í Ríó í gærkvöldi á tímanum 1:07,18 mín­út­um sem er 73/​100 úr sek­úndu frá Íslands­meti henn­ar, sem er 1:06,45. Bandaríska sundkonan Lilly King varð Ólymp­íu­meist­ari, en hún synti á 1:04,93 mín­útu og setti þar með Ólymp­íu­met. Árangur Hrafnhildur er besti árangur íslenskrar sundkonu á Ólympíuleikum, en næst­besti ár­ang­ur sem Íslend­ing­ur hef­ur náð í sundi á Ólymp­íu­leik­um þar sem Örn Arn­ar­son náði 4. sæti í 200 metra baksundi í Syd­ney árið 2000.
Nánar ...
08.08.2016

Ríó 2016 - Myndir frá sögulegum degi

Ríó 2016 - Myndir frá sögulegum degiGærdagurinn var sögulegur hjá íslensku stúlkunum á Ólympíuleikunum. Hægt er að sjá myndir frá gærdeginum á myndasíðu ÍSÍ. Myndasíðan er uppfærð reglulega á meðan á leikunum stendur.
Nánar ...
08.08.2016

Ríó 2016 - Góðum keppnisdegi lokið

Nýliðinn keppnisdagur á Ólympíuleikunum í Ríó er um margt sögulegur. Stúlkurnar áttu sviðið í dag og mörkuðu þær allar sín spor í Ólympíusögu okkar með framgöngu sinni.
Nánar ...
06.08.2016

Ríó 2016 - Anton Sveinn synti í dag

Ant­on Sveinn McKee sundmaður keppti fyrst­ur Íslend­inga á Ólymp­íu­leik­un­um í Ríó í dag. Anton keppti í und­an­rás­um í 100m bring­u­sundi og synti á 1:01,84 mín­út­um. Hann hafnaði í 35. sæti og komst því ekki áfram í undanúr­slit­.
Nánar ...
06.08.2016

Ríó 2016 - Setningarhátíðin

Ríó  2016 - SetningarhátíðinÓlymp­íu­leik­arn­ir 2016 voru sett­ir í gærkvöldi í Ríó í Brasilíu. Setningarhátíðin fór fram á Maracana-leik­vang­in­um og var hin glæsilegasta. Töluvert var af Íslendingum á leikvanginum, bæði keppendur og fylgdarlið sem gengu inn leikvanginn og íslenskir áhorfendur í stúku. Um þrír millj­arðar manna fylgdust með setn­ing­ar­hátíðinni, en á henni komu fram 300 dans­ar­ar og 5.000 sjálf­boðar. Alls taka um 10.500 íþrótta­menn þátt í leik­un­um. Flest­ir eru full­trú­ar Banda­ríkj­anna, eða 554.
Nánar ...
06.08.2016

Ríó 2016 - Viðtal við Líneyju Rut

Ríó 2016 - Viðtal við Líneyju RutLíney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, er stödd í Ríó þessa dagana með flottum hópi íslenskra þátttakenda. Heyra má viðtal við Líneyju í þættinum Sumarmál á Rás 1, en þátttastjórnendur hringdu í Líneyju til Ríó í gær til þess að heyra í henni hljóðið og fá svör við hinum ýmsu spurningum um Ólympíuleikana 2016. Viðtalið hefst á 9. mínútu og er afar skemmtilegt og forvitnilegt.
Nánar ...
05.08.2016

Á leið til Ríó - Lárus L. Blöndal

Á leið til Ríó - Lárus L. BlöndalUndanfarin misseri hafa verið viðburðarík í íslensku íþróttalífi. Góður árangur hefur náðst í mörgum íþróttagreinum og hefur þessi árangur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Ísland er smáþjóð með svipaðan fjölda íbúa og hverfi í stórborg. Það telst því til tíðinda þegar slík þjóð gerir sig ítrekað gildandi á stórmótum þar sem þeir bestu kljást. En þessi árangur kemur ekki af sjálfu sér. Að baki liggur mikil vinna hjá íþróttafólkinu sjálfu og einnig þeim sem að þeim standa, foreldrum, íþróttafélögum og sérsamböndum svo einhverjir séu nefndir til. Við skulum ekki gleyma að íþróttahreyfingin er stærsta sjálfboðaliðahreyfing á Íslandi.
Nánar ...