Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

13.12.2013

Nelson Mandela minnst af Ólympíuhreyfingunni

Dr. Thomas Bach, nýkjörinn forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar hefur farið þess á leit við allar ólympíunefndir að heiðra minningu friðarleiðtogans Nelson Mandela með því að draga fána í hálfa stöng 15. desember nk.
Nánar ...
11.12.2013

Úrslit liggja fyrir í Þrekraunum 2013

Þrekraunir er norræn íþróttakeppni fyrir nemendur í 7. og 8. bekk í grunnskóla. Keppnin er á milli bekkja og er það heildarárangur allra nemenda í hverjum bekk sem telur. Mikil aukning var í heildarþátttöku frá því í fyrra, en alls tóku 115 skólar (voru 46 árið 2012) og 190 bekkir (111 árið 2012) þátt í ár.
Nánar ...
10.12.2013

Tvær deildir Íþróttafélagsins Hattar Fyrirmyndardeildir ÍSÍ

Tvær deildir Íþróttafélagsins Hattar Fyrirmyndardeildir ÍSÍTvær deildir Íþróttafélagsins Hattar fengu endurnýjun viðurkenninga frá ÍSÍ sem Fyrirmyndardeildir á Jólamóti fimleikadeildarinnar í íþróttahúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 7. desember síðastliðinn. Það var mikið um dýrðir í íþróttahúsinu og fimleikaiðkendur fóru á kostum. Það var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem afhenti fulltrúum deildanna viðurkenningarnar og fána Fyrirmyndarfélaga. Ungir iðkendur frá báðum deildum voru viðstaddir afhendinguna og settu skemmtilegan svip á hana.
Nánar ...
09.12.2013

FSÍ með tvo fulltrúa í tækninefndum UEG

FSÍ með tvo fulltrúa í tækninefndum UEGÁrsþing Fimleikasambands Evrópu (UEG) fór fram helgina 6.-7. desember í Portoroz í Slóveníu. Á þinginu kynntu fulltrúar Fimleikasambands Íslands Evrópumótið í hópfimleikum sem fer fram í Reykjavík 17.-23. október 2014. Fimleikasambandið var með tvo fulltrúa í framboði til tækninefnda UEG og náðu þeir báðir kjöri.
Nánar ...
09.12.2013

Golfklúbbur Reykjavíkur Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Golfklúbbur Reykjavíkur Fyrirmyndarfélag ÍSÍGolfklúbbur Reykjavíkur fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ á aðalfundi félagsins fimmtudaginn 5. desember síðastliðinn. Það var Sigríður Jónsdóttir ritari ÍSÍ og formaður Þróunar- og fræðslusviðs sem afhenti formanni félagsins Jóni Pétri Jónssyni viðurkenninguna á aðalfundinum. Á myndinni eru þau Jón Pétur Jónsson og Sigríður Jónsdóttir.
Nánar ...
08.12.2013

Heiðursveitingar í afmæli Snæfellings

Heiðursveitingar í afmæli SnæfellingsHestamannafélagið Snæfellingur var stofnað á Vegamótum 2. desember 1963 og fagnaði félagið 50 ára afmælinu á stofnstað félagsins á sjálfan afmælisdaginn. Í tilefni þessara tímamóta voru tveir heiðursmenn úr félaginu sæmdir Gullmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu hestaíþrótta. Það voru þeir Leifur Jóhannesson sem átti frumkvæði að stofnun félagsins og Högni Bæringsson fyrrverandi gjaldkeri félagsins.
Nánar ...
05.12.2013

Alþjóðadagur sjálfboðaliðans

Alþjóðadagur sjálfboðaliðansÍ dag, fimmtudaginn 5. desember er alþjóðadagur sjálfboðaliðans. Af því tilefni kynnir ÍSÍ sjálfboðaliðavefinn Allir sem einn sem tekinn var í notkun á síðasta íþróttaþingi. Nú þegar eru um 70 manns að nota vefinn og hafa þeir skráð inn um 2.200 klukkustundir. Þessi vefur getur nýst íþróttahreyfingunni á margan hátt og því mikilvægt að fá sem flesta til að skrá inn sitt sjálfboðaliðastarf.
Nánar ...
05.12.2013

Tímamót

TímamótEins og flestir vita þá tók ég, við andlát Ólafs Rafnssonar nú í sumar, við keflinu sem forseti ÍSÍ. Var það í samræmi við lög ÍSÍ og stöðu mína sem varaforseti samtakanna. Það var augljóslega ekki eitthvað sem ég hafði gert ráð fyrir. Það er öllum ljóst sem til þekkja að forsetaembættinu fylgja miklar skyldur og mikil vinna sem þarf að ætla sér tíma í.
Nánar ...
04.12.2013

Heiðursveitingar á 75 ára afmælishófi TBR

Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur fagnar 75 ára afmæli í þessum mánuði og hélt í því tilefni afmælishóf laugardaginn 30. nóvember sl. í félagsaðstöðu Þróttar í Laugardal. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ sæmdi þar þrjá einstaklinga Gullmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu badmintoníþróttarinnar, þau Unni Einarsdóttur, Jóhannes Helgason og Daníel Stefánsson. Naut Lárus aðstoðar Sigríðar Jónsdóttur ritara ÍSÍ við afhendingu heiðursviðurkenninganna.
Nánar ...
03.12.2013

Helga H. Magnúsdóttir sæmd Heiðurskrossi ÍSÍ

Á Formannafundi ÍSÍ 29. nóvember sl. var Helga H. Magnúsdóttir sæmd Heiðurskrossi ÍSÍ. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ veitti Helgu viðurkenninguna með aðstoð Helgu Steinunnar Guðmundsdóttur varaforseta ÍSÍ. Helga hefur komið víða við í íþróttahreyfingunni. Hún átti sæti í framkvæmdastjórn ÍSÍ frá 1996-2013 og þar áður í varastjórn sambandsins um árabil. Helga hefur starfað lengi í þágu handknattleikshreyfingarinnar og árið 2012 var Helga kjörin fyrst allra kvenna í framkvæmdastjórn Evrópska handknattleikssambandsins –EHF. Þá var hún búin að starfa í mótanefnd EHF í 12 ár. Helga hefur einnig átt sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum innan ÍSÍ, svo eitthvað sé nefnt og er sem stendur formaður sjóðsstjórnar Afrekskvennasjóðs Íslandsbanka og ÍSÍ.
Nánar ...