Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

28.12.2013

Íþróttamaður ársins 2013

Íþróttamaður ársins 2013Samtök íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands halda sameinginlegt hóf í tengslum við kjör Íþróttamanns ársins 2013. Hófið verður haldið í Gullhömrum, Grafarvogi, Reykjavík, laugardaginn 28. desember 2013 og hefst kl. 18:00.
Nánar ...
23.12.2013

Jólakveðja frá ÍSÍ

Jólakveðja frá ÍSÍSendum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Stjórn og starfsfólk Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Merry Christmas - Happy new year. Frohe Weihnachten - Gutes neues Jahr. The National Olympic and Sports Association of Iceland.
Nánar ...
20.12.2013

Fjölmargir luku haustfjarnámi ÍSÍ í þjálfaramenntun

Haustfjarnámi ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. og 2. stigs er lokið og voru það 37 þjálfarar samtals sem luku námi. Þjálfararnir eru búsettir vítt og breytt um landið og koma frá hinum ýmsu íþróttagreinum s.s. fimleikum, frjálsum íþróttum, sundi, blaki, körfuknattleik, keilu, motocross, skíða- og brettaíþróttum, skautaíþróttum, kraftlyftingum, taekwondo, júdó og klifurgreinum. Þjálfarar sem luku 1. stigi fá þjálfaraskírteini sent á heimilisfang og þeir sem luku 2. stigi fá stimpil og einkunn í skírteinið sem þeir eiga frá 1. stiginu. Nám á báðum stigum verður í boði á vorönn 2014 auk þess sem 3. stig verður í fyrsta skipti einnig í boði þá önn. Þetta verður auglýst betur í janúar á isi.is og í dagblöðum. Sérgreinanám sækja þjálfarar svo hjá viðkomandi sérsamböndum ÍSÍ. Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ og námskeið í boði veitir Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.
Nánar ...
20.12.2013

Úthlutun úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ

Úthlutun úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍSjóðsstjórn hefur farið yfir umsóknir vegna úthlutunar úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ 2013. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri.
Nánar ...
19.12.2013

ÍSÍ gefur öllum héraðsskjalasöfnum á Íslandi bókina Íþróttabókin, ÍSÍ – saga og samfélag í 100 ár

ÍSÍ gefur öllum héraðsskjalasöfnum á Íslandi bókina Íþróttabókin, ÍSÍ – saga og samfélag í 100 árLárus L. Blöndal forseti ÍSÍ afhenti í dag fulltrúum héraðsskjalasafna á Íslandi eintak af afmælisbók ÍSÍ sem ber heitið „Íþróttabókin – ÍSÍ, saga og samfélag í 100 ár“. ÍSÍ hefur ákveðið að gefa öllum héraðsskjalasöfnum á landinu eintak af bókinni, sem inniheldur mikinn fróðleik um íþróttir í íslensku samfélagi síðustu 100 árin. Bókin var gefin út í tilefni af aldarafmæli sambandsins í fyrra.
Nánar ...
18.12.2013

Undirritun samnings vegna Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ 2014

Undirritun samnings vegna Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ 2014Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Sænsk-íslenska ehf. skrifuðu undir samning vegna kaupa á bolum og verðlaunapeningum fyrir Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ 2014 í dag, miðvikudaginn 18. desember. Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir, formaður Kvennahlaupsnefndar ÍSÍ og Björg Gunnarsdóttir, Sænsk-íslenska ehf. undirrituðu samninginn.
Nánar ...
18.12.2013

Körfuknattleiksdeild Tindastóls Fyrirmyndardeild ÍSÍ

Körfuknattleiksdeild Tindastóls Fyrirmyndardeild ÍSÍKörfuknattleiksdeild Tindastóls fékk endurnýjun viðurkenningar deildarinnar sem fyrirmyndardeild ÍSÍ rétt fyrir stórleik liðsins í mfl. karla við nágrannana í Þór frá Akureyri föstudaginn 13. desember síðastliðinn. Mikil stemning var í íþróttahúsinu á Sauðárkróki enda leikmenn og dómarar komnir á völlinn og klárir til að hefja leik. Það var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem afhenti formanni körfuknattleiksdeildarinnar Stefáni Jónssyni viðurkenninguna. Á myndinni eru ungir körfuboltaiðkendur deildarinnar og fyrir aftan þá eru Hafdís Einarsdóttir, Viðar Sigurjónsson, Eiríkur Loftsson og Stefán Jónsson sem heldur á viðurkenningunni.
Nánar ...
17.12.2013

Sunddeild Njarðvíkur Fyrirmyndardeild ÍSÍ

Sunddeild Njarðvíkur Fyrirmyndardeild ÍSÍSunddeild Njarðvíkur fékk endurnýjun viðurkenningar deildarinnar sem Fyrirmyndardeild ÍSÍ laugardaginn 15. desember síðastliðinn á Aðventumóti félagsins í Vatnaveröld. Það var Sigríður Jónsdóttir ritari ÍSÍ og formaður Þróunar- og fræðslusviðs sem afhenti forystuaðilum deildarinnar viðurkenninguna. Sigríður var reyndar svo heppin að verða vitni að tveimur Íslandsmetum í 1500m skriðsundi í flokki meyja og sveina. Á myndinni eru frá vinstri, Sigríður Jónsdóttir, Anna Steinunn Gunnlaugsdóttir varaformaður deildarinnar og Harpa Kristín Einarsdóttir formaður.
Nánar ...
16.12.2013

Iðkendatölur ÍSÍ fyrir árið 2012

Iðkendatölur ársins 2012 eru nú komnar út. Fjöldi iðkana jókst á milli áranna 2011 og 2012 eða um 1,2% en samtals voru 119.810 iðkanir innan ÍSÍ árið 2011. 47% iðkana voru stundaðar af 15 ára og yngri. 60,9% iðkana voru stundaðar af körlum og um 39,1% af konum. Þegar kynjamunur í yngri hóp er skoðaður er munurinn minni, um 45% hjá stúlkum á móti 55% hjá drengjum. Þátttaka í knattspyrnu var...
Nánar ...
16.12.2013

Glímufélagið Ármann Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Glímufélagið Ármann Fyrirmyndarfélag ÍSÍGlímufélagið Ármann hélt upp á 125 ára afmæli sitt sunnudaginn 15. desember síðastliðinn með mikilli afmælishátíð í Laugardalnum í Reykjavík. Innan félagsins eru starfandi 10 deildir og er mikil gróska í starfseminni. Allar deildir félagsins fengu viðurkenningu frá ÍSÍ sem Fyrirmyndardeildir og þar með er félagið í heild sinni orðið Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Það er mikill áhugi fyrir þessari gæðavottun frá ÍSÍ þessa dagana og fjölmörg félög að sækja um viðurkenningu eða endurnýjun hennar eins og gera þarf á fjögurra ára fresti. Gæðavottun ÍSÍ tekur til fjölmargra þátta í starfsemi félaganna s.s. fjárhagslegra þátta, félagslegra, skipulagslegra og þátta er lúta að íþróttaþjálfun og menntun þjálfara. Einnig þurfa félög að hafa markað sér skýrar stefnur í hinum ýmsu málaflokkum eins og jafnréttismálum, umhverfismálum, forvarnarmálum og fræðslumálum. Það var Sigríður Jónsdóttir ritari ÍSÍ og formaður Þróunar- og fræðslusviðs sem afhenti Snorra Þorvaldssyni formanni félagsins viðurkenninguna fyrir félagið í heild. Forystumenn allra deilda fengu einnig afhentar viðurkenningar fyrir sínar deildir. Á myndinni eru þau Sigríður Jónsdóttir og Snorri Þorvaldsson.
Nánar ...