Fundur með borgarstjóra Tama City
Í morgun fundaði Hiroyuki Abe, borgarstjóri Tama City, með íslenska hópnum sem staddur er í æfingabúðum í Tama í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana.Íslensku þátttakendurnir mæta til Tókýó
Íslenski hópurinn hefur skilað sér smám saman til Tókýó. Gestrisni heimamanna er mikil og fer vel um hópinn. Stuðningur og velvild í garð ÍSÍ og Ólympíufara
Það er alltaf áskorun að halda út í heim til íþróttakeppni og ekki síst í verkefni eins og Ólympíuleika þar sem oft þarf að ferðast um langan veg að keppnisstað og dvölin getur orðið í lengra lagi. Fjarvera frá sínu nánasta fólki tekur á og oft fátt um afþreyingu. Nú á tímum kórónuveirufaraldurs eru áskoranirnar um margt þyngri þar sem takmarkanir á ferðafrelsi í Tókýó eru umtalsverðar og afþreying því mögulega fábreyttari en oft áður.Leikir fyrir unnendur Ólympíuleika
Í tengslum við Ólympíuleikana í Tókýó sem hefjast 23. júlí næstkomandi hafa verið gefnir út nokkrir skemmtilegir leikir sem allir unnendur Ólympíuleikanna geta nálgast og spilað. Ólympíufarar á Bessastöðum
Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Jean Reid, buðu Ólympíuförunum sem fljótlega leggja í hann til Tókýó til móttöku á Bessastöðum 13. júlí síðastliðinn. Hádegisverðarfundur með sendiherra Japans á Íslandi
Sendiherra Japans á Íslandi, Ryotaro Suzuki, bauð fulltrúum ÍSÍ til hádegisverðar í dag til að ræða þátttöku ÍSÍ í Ólympíuleikunum í Tókýó sem hefjast 23. júlí nk. Með sendiherranum var Hiroyuki Nomura, starfsmaður sendiráðsins.Engir áhorfendur leyfðir á ÓL í Tókýó
Skipuleggjendur Ólympíuleikanna í Tókýó hafa staðfest að engir áhorfendur verði leyfðir á leikunum, sem settir verða 23. júlí næstkomandi og standa yfir til 8. ágúst. Ákvörðunin kemur í kjölfar viðræðna stjórnavalda í Japan og skipuleggjenda leikanna og er tekin í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins í Tókýó. Staðfestir keppendur á ÓL í Tókýó
Í dag, mánudaginn 5. júlí, er lokadagur fyrir skráningar þátttakenda á Ólympíuleikana í Tókýó. Framkvæmdastjórn ÍSÍ fundaði síðastliðinn föstudag og staðfesti val á þátttakendum, en endurúthlutun á kvótasætum alþjóðasérsambanda var enn í gangi um helgina og því voru möguleikar á breytingum fram til dagsins í dag.Tveir íslenskir fimleikadómarar dæma á ÓL í Tókýó
Tveir íslenskir dómarar hafa verið valdir af Alþjóðafimleikasambandinu til að dæma í áhaldafimleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það eru þau Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir sem bæði eru reynslumiklir dómarar og hafa dæmt á fjölmörgum stórmótum, s.s. Ólympíuleikum. Einn mánuður í setningu ÓL í Tókýó - Útgáfa smáforrits
Ólympíuleikarnir í Tókýó verða settir föstudaginn 23. júlí nk. og í dag er því einn mánuður í að leikanir hefjist formlega með setningarhátíð á Ólympíuleikvanginum.
Í Tókýó er allt tilbúið fyrir leikana. Keppnismannvirki eru glæsileg og Ólympíuþorpið ekki síðra en það er staðsett í fallegu umhverfi við flóann (Tokyo Bay).Ásgeir Sigurgeirsson kominn með keppnisrétt á ÓL í Tókýó
Ásgeir Sigurgeirsson, skotíþróttamaður, hefur unnið sér inn kvótapláss á Ólympíuleikana í Tókýó í loftskammbyssukeppni karla.Upphitun fyrir Ólympíuleika
Eftir óvissu síðustu mánaða þá stefnir í spennandi Ólympíuleika í Tókýó og um að gera að fara að „hita upp“.