Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

06.09.2013

Vetrarólympíuleikar - Sochi 2014

Þann 6. febrúar 2014 hefst keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi, en forkeppni á snjóbrettum (slopestyle) hefst þá á Rosa Khutor Extreme Park svæðinu.
Nánar ...
06.09.2013

Ólympíuhópur – Sochi 2014

Ólympíuhópur – Sochi 2014Eftir fimm mánuði fara Vetrarólympíuleikar fram í rússnesku borginni Sochi við Svartahaf. Skíðasamband Íslands (SKÍ) hefur tilnefnt Ólympíuhóp sambandsins, en hann skipa þeir íþróttamenn sem eiga raunhæfa möguleika á að tryggja sér keppnisrétt á leikunum og taka þátt í landsliðsverkefnum SKÍ á komandi vetri.
Nánar ...
09.04.2013

Ólympíusamhjálpin styrkir undirbúning fyrir Sochi 2014

Ólympíusamhjálpin styrkir undirbúning fyrir Sochi 2014Á síðasta ári sótti ÍSÍ um styrki til Ólympíusamhjálparinnar vegna undirbúnings fyrir Vetrarólympíuleikana í Sochi 2014. Ólympíusamhjálpin veitir Ólympíunefndum styrki vegna íþróttamanna og fékk Ísland styrki fyrir fimm íþróttamenn sem allir koma frá Skíðasambandi Íslands. Nema styrkirnir 1.200 bandaríkjadölum (USD) á mánuði og er um allt að 14 mánuði að ræða, frá 1. janúar 2013 til 28. febrúar 2014. Auk þessa er veittur ferðastyrkur að hámarki 5.000 USD vegna hvers þeirra.
Nánar ...
07.02.2013

Eitt ár í Vetrarólympíuleikana í Sochi

Eitt ár í Vetrarólympíuleikana í SochiÍ dag er aðeins eitt ár þar til Vetrarólympíuleikarnir í Sochi í Rússlandi hefjast. Í tilefni þessara tímamóta verður mikil hátíð í Sochi í kvöld. Meðal gesta verða Vladimir Putin forseti Rússlands og Jaques Rogge forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar. Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og ólympíusviðs ÍSÍ eru stödd í Sochi á undirbúningsfundi og segja aðstæður líta vel út. Á myndinni eru þau fyrir framan keppnissvæði alpagreina.
Nánar ...
06.09.2012

Síðustu dagar Ólympíumóts fatlaðra

Síðustu dagar Ólympíumóts fatlaðraEinn keppnisdagur er eftir hjá íslensku þátttakendunum á Ólympíumóti fatlaðra í London. Helgi Sveinsson frjálsíþróttakappi keppir í spjótkasti og 100 m hlaupi á morgun, þann 7. september. Góður árangur hefur náðst hjá íslensku keppendunum og þar ber auðvitað hæst árangur Jóns Margeirs Sverrissonar gullverðlaunahafa í 200 m skriðsundi í flokki S1, flokki þroskahamlaðra, en Jón Margeir setti, eins og alkunna er, bæði heimsmet og Ólympíumótsmet í sundinu.
Nánar ...
27.07.2012

Ólympíuleikarnir í London

Ólympíuleikarnir í LondonÍ tilefni af afmælisárinu var ákveðið að leggja áherslu á að kynna ólympíufara okkar Íslendinga með meira þunga. Gefið var út veglegt Íþróttablað sem dreift var á öll heimili á landinu í aðdraganda leikana. Kynning á ólympíuförum okkar var meira áberandi en áður, ÍSÍ var í samstarfi við MBL sjónvarp þar sem flestir íþróttamennirnir voru kynntir til leiks, einn og einn.
Nánar ...