Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
11

Fundur með borgarstjóra Tama City

21.07.2021

Í morgun fundaði Hiroyuki Abe, borgarstjóri Tama City, með íslenska hópnum sem staddur er í æfingabúðum í Tama í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana.
Fundurinn var veffundur en íslenski hópurinn í Tama var saman í sal. Á fundinum ávarpaði Abe íslenska hópinn og óskaði góðs gengis. Stefán Haukur Ólafsson, sendiherra Íslands í Japan, tók einnig þátt í fundinum auk Andra Stefánssonar aðalfararstjóra íslenska hópsins. Íþróttamennirnir sem dvelja í Tama City við æfingar, þau Snæfríður Sól Jórunnardóttir sundkona og Guðni Valur Guðnason frjálsíþróttamaður, 
ræddu við borgarstjórann og sögðu frá upplifun sinni af Tama og væntingum sínum til leikanna.

Vel fer um íslenska hópinn í Tama og nýta keppendur tímann vel í lokaundirbúning fyrir leikana.

Myndir með frétt