Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Fréttir frá Sumarleikum ungmenna

04.09.2020

Ólympíuleikum ungmenna frestað

Ólympíuleikum ungmenna frestaðAlþjóðaólympíunefndin (IOC) og skipulagsnefnd Ólympíuleika ungmenna í Senegal gáfu þá tilkynningu út á dögunum að leikunum yrði frestað um fjögur ár. Ólympíuleikar ungmenna áttu að fara fram í Senegal frá 22. október til 9. nóvember árið 2022 en þeim hefur nú verið frestað til 2026. Leikarnir munu marka tímamót hjá álfunni Afríku, því álfan mun í fyrsta sinn í sögunni verða gestgjafi ólympísks viðburðar á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar. Líklegt er að Ólympíuleikar ungmenna fari fram á svipuðum tíma árs og stóð til, en þann 1. nóvember ár hvert fer afríski æskulýðsdagurinn fram sem er mikilvæg dagsetning í dagatali álfunnar. Framtíðarmarkmið Senegal er að auka þátttöku ungs fólks í Senegal í íþróttum og eru leikarnir mikilvægt skref í þá átt.
Nánar ...
20.11.2019

Jafnt kynjahlutfall á Vetrarólympíuleikum ungmenna

Jafnt kynjahlutfall á Vetrarólympíuleikum ungmennaÍ dag eru 50 dagar þar til þriðju Vetrarólympíuleikar ungmenna (YOWG) verða settir í Lausanne í Sviss. Leikarnir standa yfir frá 9. - 22. janúar 2020. Keppnisdagskráin er klár, en á þeim 13 dögum sem keppnin fer fram eru 81 viðburður á dagskrá og er um að ræða átta keppnisstaði. 1880 íþróttamenn munu taka þátt og kynjahlutfall er jafnt. 940 konur og 940 karlar, munu etja kappi á leikunum. Verða þetta fyrstu vetrarleikarnir á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar með jafnt kynjahlutfall keppenda.
Nánar ...
18.09.2019

Vetrarólympíuleikar ungmenna í Lausanne

Vetrarólympíuleikar ungmenna í Lausanne Þriðju Vetrarólympíuleikar ungmenna (YOWG) fara fram í Lausanne í Sviss frá 9. - 22. janúar 2020. Þann 17. september sl. fór fram hefðbundin athöfn á Panathenaic leikvanginum í Aþenu í Grikklandi, en þá var kveikt á kyndli Ólympíuleika ungmenna. Markar þetta upphafið að kyndilhlaupi sem hefst þann 21. september nk. og lýkur eftir 110 daga á Ólympíuleikvanginum í Sviss þegar setningarhátíðin fer fram. Kyndilhlaupið er hefðbundinn viðburður fyrir leika á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) og er athöfnin á Panathenaic leikvanginum mjög táknrænn viðburður fyrir ólympísk gildi. Skipuleggjendur YOWG í Lausanne hafa í nógu að snúast fram að leikum. Nú munu fara fram viðburðir um allt Sviss fram að leikum þar sem ung fólk er hvatt til þess að hreyfa sig. Íslendingar munu eiga fulltrúa á leikunum, en hverjir það eru kemur í ljós á næstu vikum.
Nánar ...
18.10.2018

YOG: Leikum slitið

YOG: Leikum slitiðÓlympíuleikum ungmenna - þeim þriðju frá upphafi - var slitið fyrr í kvöld í Ólympíuþorpinu í Buenos Aires. Fánaberi fyrir Íslands hönd við lokaathöfnina var Ingvar Andri Magnússon keppandi í golfi.
Nánar ...
15.10.2018

YOG: Níundi keppnisdagur

YOG: Níundi keppnisdagurÞá er næst síðasta keppnisdegi okkar fólks lokið á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires. Í dag lauk parakeppni í golfi og seinni umferð í sleggjukasti kvenna fór fram.
Nánar ...
14.10.2018

YOG: Áttundi keppnisdagur

YOG: Áttundi keppnisdagurÞá er keppni okkar fólks lokið í dag á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires. Í dag var annar keppnisdagur í parakeppni í golfi og Valdimar Hjalti Erlendsson kastaði í seinni umferð kringlukastskeppninnar.
Nánar ...
12.10.2018

YOG:Sjöundi keppnisdagur

YOG:Sjöundi keppnisdagurÞá er sjöunda keppnisdegi lokið á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires. Í dag áttum við keppendur í blandaðri keppni í golfi og í frjálsíþróttum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir náði bestum árangri allra keppenda í fyrri umferð 200m hlaups.
Nánar ...
12.10.2018

YOG:Dómarar að störfum

YOG:Dómarar að störfumTil að íþróttaviðburður af þeirri stærðargráðu sem Ólympíuleikar ungmenna eru geti farið fram er þörf á gríðarlegum fjölda sjálfboðaliða. Eitt af þeim hlutverkum sem þarf að manna eru störf við dómgæslu.
Nánar ...