Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Fréttir frá Sumarleikum ungmenna

27.09.2018

Íslenskir keppendur á leið á Ólympíuleika ungmenna

Íslenskir keppendur á leið á Ólympíuleika ungmennaÓlympíuleikar ungmenna fara fram í Buenos Aires í Argentínu 6. til 18. október. Ólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt íþróttafólk á aldrinum 15 til 18 ára. Á leikunum er keppt í 32 íþróttagreinum. Í fyrsta sinn á Ólympískum viðburði eru jafn margir kvenkyns og karlkyns keppendur. Í gærkvöldi var haldinn fundur með þátttakendum og aðstandendum þar sem farið var yfir atriði sem tengjast leikunum og þátttöku okkar íþróttafólks. Á meðfylgjandi myndum má sjá keppendurna sem eru á leið á leikana sem og stúlkurnar Írenu Örvarsdóttur og Sóldísi E. Hjartardóttur, sem aðstoðuðu ÍSÍ við að raða fatnaði í töskur fyrir þátttakendur.
Nánar ...
10.09.2018

Ungir áhrifavaldar

Ungir áhrifavaldarÓlympíuleikar ungmenna í Buenos Aires eru framundan. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir verður í hlutverki ungs áhrifavalds á leikunum. Á dögunum hittust þeir sem verið hafa í því hlutverki á Ólympíuleikum ungmenna til að ræða það sem framundan er hjá Ingibjörgu.
Nánar ...
30.08.2018

Ólympíuleikar ungmenna 2018

Ólympíuleikar ungmenna 2018Ólympíuleikar ungmenna fara fram í Buenos Aires í Argentínu 6. til 18. október. Ólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt íþróttafólk á aldrinum 15 til 18 ára. Á leikunum er keppt í 32 íþróttagreinum, bæði hefðbundnum sem og nýstárlegri greinum. Í fyrsta sinn á Ólympískum viðburði eru jafn margir kvenkyns og karlkyns keppendur. Eftirtaldir keppendur og flokksstjórar/þjálfarar hafa verið tilnefndir til þátttöku í leikunum fyrir hönd síns sérsambands. Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti á fundi sínum þann 23. ágúst tilnefningarnar. Keppendurnir hafa ýmist tryggt sér þátttökurétt á úrtökumótum vegna leikanna, náð tilskyldum lágmörkum til þátttöku eða hafa verið tilnefndir af sínum sérsamböndum í boðssæti. Allt íþróttafólkið uppfyllir þær skyldur sem gerðar eru af viðkomandi alþjóðasérsambandi.
Nánar ...
17.08.2018

50 dagar til Ólympíuleika ungmenna

50 dagar til Ólympíuleika ungmenna Þann 6. október 2018 hefjast Ólympíuleikar ungmenna (The Youth Olympic Games, YOG) í borginni Buenos Aires í Argentínu. Í dag eru 50 dagar þangað til setningarhátíð leikanna fer fram.
Nánar ...
16.07.2018

Buenos Aires 2018 – Ungur áhrifavaldur

Buenos Aires 2018 – Ungur áhrifavaldurÓlympíuleikar ungmenna fara fram í október í Buenos Aires í Argentínu. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir mun taka þátt í leikunum fyrir hönd Íslands sem ungur áhrifavaldur (Young Changemaker) en um er að ræða verkefni á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar sem felur í sér að halda utan um fjölbreytta fræðslu og afþreyingu fyrir keppendur á leikunum.
Nánar ...
28.06.2018

100 dagar til Ólympíuleika ungmenna

100 dagar til Ólympíuleika ungmennaÞann 6. október 2018 hefjast Ólympíuleikar ungmenna (The Youth Olympic Games, YOG) í borginni Buenos Aires í Argentínu. Í dag eru 100 dagar þangað til setningarhátíð leikanna fer fram.
Nánar ...
05.02.2018

Verðlaunapeningar sem minna á flugelda

Verðlaunapeningar sem minna á flugeldaÞann 6. október 2018 hefjast Ólympíuleikar ungmenna (The Youth Olympic Games, YOG) í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Eins og á öllum Ólympíuleikum hlýtur það íþróttafólk verðlaunapening að launum sem nær verðlaunapalli og eru Ólympíuleikar ungmenna engin undantekning. Alþjóðaólympíunefndin stóð því fyrir hönnunarkeppni á verðlaunapeningum fyrir Ólympíuleika ungmenna 2018 á dögunum og var þátttaka framar björtustu vonum en um 300 tillögur bárust frá 50 þjóðum. Sigurvegari keppninnar er Muhamad Farid Husen, 18 ára gamall piltur frá Indónesíu, sem kallaði tillögu sína að útliti verðlaunapeninganna „Fireworks of Victory“. Eins og hið myndræna nafn gefur til kynna tekur hönnun verðlaunapeninganna mið af fallegri ásýnd flugelda þegar þeir springa á himninum. Ólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt afreksfólk í íþróttum á aldrinum 15 til 18 ára. Keppt er í mörgum greinum og skiptast leikarnir í sumarleika og vetrarleika eins og Ólympíuleikar fullorðinna. Hugmyndina á Jacues Rogge forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar og var hún fyrst kynnt til sögunnar árið 2001. Árið 2007 var ákveðið að gera hugmynd að veruleika og koma á fót Ólympíuleikum ungmenna. Fyrstu sumarleikarnir fóru fram með pompi og prakt árið 2010 í Singapore og fjórum árum síðar voru sumarleikarnir haldnir í Nanjing í Kína. Hámarksfjöldi þátttakenda á leikunum eru 3500 íþróttamenn og 875 dómarar. Ísland mun eiga sína fulltrúa á leikunum en endanlegur fjöldi kemur í ljós síðar á árinu.
Nánar ...