Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

YOG: Leikum slitið

18.10.2018

Ólympíuleikum ungmenna - þeim þriðju frá upphafi - var slitið fyrr í kvöld í Ólympíuþorpinu í Buenos Aires. Fánaberi fyrir Íslands hönd við lokaathöfnina var Ingvar Andri Magnússon keppandi í golfi.  Athöfnin fór fram í leikaþorpinu, að lokinni formlegri athöfn með inngöngu fánabera þátttökuþjóðanna var leikunum slitið. Næstu leikar verða haldnir 2022 í Senegal. Er það í fyrsta skipti sem ólympískur viðburður verður haldinn í Afríku. Eftir formlega dagskrá var kveðjuhátíð með tónlist fram eftir kvöldi. Nú munu þátttakendur halda til síns heima, en alls voru keppendur frá 206 þjóðum sem tóku þátt. Íslenski hópurinn heldur heim á leið á morgun föstudag og verður kominn á leiðarenda seinnipart laugardags. 

Myndir með frétt