Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Afrekssjóður ÍSÍ

29.12.2015

ÍSÍ úthlutar afreksstyrkjum – Rúmlega 140 m.kr. til úthlutunar

ÍSÍ úthlutar afreksstyrkjum – Rúmlega 140 m.kr. til úthlutunarÍ dag var tilkynnt um úthlutun á styrkjum Afrekssjóðs ÍSÍ vegna 2016. Styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema samtals 142 milljónum króna. Til Afrekssjóðs ÍSÍ bárust umsóknir frá 27 sérsamböndum og einni íþróttanefnd ÍSÍ. Hljóta öll þessi sambönd styrk vegna sinna landsliðsverkefna, þótt um misháar upphæðir sé að ræða.
Nánar ...
23.01.2015

ÍSÍ úthlutar afreksstyrkjum

ÍSÍ úthlutar afreksstyrkjum Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti, fimmtudaginn 22. janúar 2015, tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun fyrir árið 2015. Styrkveitingar ÍSÍ að þessu sinni nema samtals rúmlega 122 milljónum króna
Nánar ...
24.01.2014

Úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2014

Úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2014Tilkynnt var um úthlutun úr Afrekssjóði fyrir árið 2014 í dag. Styrkveitingar ÍSÍ að þessu sinni nema samtals rúmlega 96 milljónum króna. Alls sóttu 26 sérsambönd um styrki úr sjóðnum. Hljóta þau öll styrk að þessu sinni vegna 37 landsliðsverkefna, 19 liða og vegna verkefna 38 einstaklinga. Sótt var um styrki til sjóðsins vegna verkefna 92 einstaklinga að þessu sinni og er aðeins hluti þeirra verkefna styrktur sérstaklega.
Nánar ...
30.01.2013

ÍSÍ úthlutar afreksstyrkjum – Breyttar áherslur

ÍSÍ úthlutar afreksstyrkjum – Breyttar áherslurÍ dag, miðvikudaginn 30. janúar var haldinn blaðamannfundur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þar sem kynntar voru úthlutanir afreksstyrkja fyrir árið 2013. Styrkveitingar ÍSÍ að þessu sinni nema samtals rúmlega 81 milljónum króna en úthlutað er rúmlega 71 m.kr. úr Afrekssjóði ÍSÍ og 10 m.kr. úr Sjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna. Auk styrkja Afrekssjóðs ÍSÍ og Styrktarsjóðs ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna mun íslenskt íþróttafólk njóta styrkja frá Ólympíusamhjálpinni á árinu. Skíðasamband Íslands (SKÍ) mun hljóta styrki vegna fimm íslenska skíðamanna í tengslum við undirbúning þeirra fyrir Vetrarólympíuleikana í Sochi 2014 og verður sú úthlutun kynnt nánar síðar.
Nánar ...