Á morgun, þriðjudaginn 3. desember, mun Lasse Bækken frá Lyfjaeftirliti Noregs (Anti-Doping Norway) halda hádegisfyrirlestur undir yfirskriftinni: Vegabréf íþróttamannsins.
Nánar ...29.11.2019
Þriðjudaginn 3. desember mun Lasse Bækken frá Lyfjaeftirliti Noregs (Anti-Doping Norway) halda hádegisfyrirlestur undir yfirskriftinni: Vegabréf íþróttamannsins. Fyrirlesturinn fer fram í húsakynnum ÍSÍ, Engjavegi 6, 104 Reykjavík (D-sal – 3. hæð) og hefst kl 12:00 – verður honum lokið fyrir kl. 13.
Nánar ...11.11.2019
Þann 5. til 7. nóvember fór fram heimsráðstefna Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA) í Katowice í Póllandi í fimmta sinn. Meginþema ráðstefnunnar voru nýju Alþjóðalyfjareglurnar sem taka gildi 1. janúar 2021 ásamt uppfærðum alþjóðastöðlum tengdum lyfjamálum. Tveir nýir alþjóðastaðlar munu taka gildi samhliða reglunum en það eru alþjóðastaðall fyrir fræðslu og alþjóðastaðall fyrir málsmeðferðir. Alþjóðalyfjareglurnar eru uppfærðar á sex ára fresti 1. janúar 2021 munu því taka í gildi nýjar reglur í stað þeirra sem eru núgildandi frá 1. janúar 2015. Helstu breytingar í reglunum verða sérstaklega kynntar þegar nær dregur.
Nánar ...07.11.2019
Ný sex þátta sería var frumsýnd á Ólympíustöðinni í gær sem kallast „Take the Podium“ eða „Verðlaunapallurinn er þinn“. Þættirnir fjalla um það þegar íþróttamaður fær verðlaun sín frá Ólympíuleikum afhent, eftir að upp hefur komist að annar íþróttamaður féll á lyfjaprófi. Tekin eru viðtöl við íþróttamanninn og honum fylgt eftir í gegnum þann feril sem hefst þegar kemur í ljós að hann hafi í raun unnið til gull- silfur- eða bronsverðlauna á Ólympíuleikum.
Nánar ...30.10.2019
Bannlisti Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA Prohibited List) er endurskoðaður á hverju ári. Ný útgáfa tekur gildi 1. janúar 2020 og fyrir neðan má sjá helstu breytingar á milli ára.Nánar ...26.09.2019
Lyfjaeftirliti Íslands og Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni (WADA) er umhugað um að keppni íþróttafólks sé á jafnréttisgrunni og enginn hafi hag af misnotkun árangursbætandi efna. Ljóst er að baráttan gegn lyfjamisnotkun er ekki verkefni einstakra hópa eða samtaka, ef árangur á að nást þarf samvinnu og samstarf margra einstaklinga og hópa víðs vegar að.
Nánar ...19.09.2019
Bannlisti Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA Prohibited List) er endurskoðaður á hverju ári og tók ný útgáfa gildi 1. janúar sl. Bannlisti WADA gildir innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Listann í heild sinni má nálgast með því að smella á hlekk hér fyrir neðan og einnig er samantekt (á ensku) á helstu breytingum og viðbætum frá fyrra ári.
Nánar ...28.06.2019
Lyfjaeftirlit Íslands tilkynnti í dag að Oddur Rúnar Kristjánsson, leikmaður meistaraflokks karla í körfuknattleik hjá Val, hafi verið úrskurðaður í þriggja ára og átta mánaða óhlutgengi fyrir brot á Lögum ÍSÍ um lyfjamál.
Nánar ...23.05.2019
Hrein líkamsrækt er ein sterkasta forvörnin gegn alls kyns sjúkdómum og heilsuvá, líkamlegum og andlegum. Það er ekki hægt að stytta sér leið að hreinum árangri, það er einfaldlega enginn afsláttur af því. Að nota ólögleg frammistöðubætandi efni og lyf stríðir gegn öllu því sem íþróttir og líkams- og heilsurækt standa fyrir.
Nánar ...10.04.2019
Dagurinn „Play True Day“ er haldinn 10. apríl ár hvert og er dagur tileinkaður hreinum íþróttum. Honum er ætlað að auka vitundarvakningu meðal íþróttafólks, íþróttasambanda, yfirvalda og annarra sem tengjast íþróttum um baráttuna gegn lyfjamisnotkun. Frumkvæðið og hugmyndina að þessum degi eiga 17 lönd í S-Ameríku eftir að hafa sótt fræðsluráðstefnu WADA (World Anti-Doping Agency) árið 2013. Síðan þá hafa á hverju ári fleiri og fleiri lönd og íþróttasambönd tekið þátt í deginum og deilt skilaboðunum um hinn sanna keppnisanda og um að vernda gildi íþróttanna. Oft er talað um þessi gildi sem „íþróttaandann“. Markmiðið með Play True Day er að gera daginn að alþjóðlegri herferð.
Nánar ...29.03.2019
Bannlisti Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA Prohibited List) er endurskoðaður á hverju ári og tók ný útgáfa gildi 1. janúar sl. Bannlisti WADA gildir innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Listann í heild sinni má nálgast með því að smella á hlekk hér fyrir neðan og einnig er samantekt (á ensku) á helstu breytingum og viðbætum frá fyrra ári.
Nánar ...18.02.2019
Næstkomandi fimmtudag, 21. febrúar, mun Birgir Sverrisson frá Lyfjaeftirliti Íslands halda fræðsluerindi þar sem fjallað verður almennt um lyfjamál í íþróttum og samfélaginu. Fundurinn fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri frá kl.16:30-18:00.
Nánar ...