Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Ísold í fjórða sæti og Birnir Freyr í fimmta sæti á EYOF í dag

29.07.2022

Fimmta og keppnisdegi EYOF er lokið og var keppt í sundi, handknattleik og frjálsíþróttum.

Í frjálsíþróttum keppti Ísold á seinni degi sjöþrautarinnar sem samanstendur af langstökki, spjótkasti og 800m hlaupi. Ísold stökk 5.35 metra í langstökki, kastaði 32.14metra í spjótkasti en átti mun lengra kast sem var því miður dæmt ógilt. Hún sýndi mikla baráttu í 800m hlaupinu þegar hún varð önnur á 2:15,43 mínútum. Ísold varð í fjórða sæti í keppninni og fékk 5142 stig sem er persónuleg bæting um 270 stig. 

Í morgun syntu þær Ylfa Lind Kristmannsdóttir og Nadia Djurovic í 50 metra skriðsundi. Ylfa synti á 27.64 sekúndum og hafnaði í 28. sæti en rétt á eftir henni kláraði Nadia á 27.89 sekúndum og lenti í 33. sæti. Eftir hádegi synti hann Birnir Freyr Hálfdánarson 100 metra flugsund í 8 manna úrslitum og náði fimmta sæti á 55.64 sekúndum sem er glæsilegt nýtt unglingamet.

Drengirnir í handknattleik áttu leik í umspili í dag gegn Slóveníu. Andstæðingarnir komu ákveðnir til leik og leiddu fyrri hálfleik framan af með tveimur til þremur mörkum en í hálfleik var staðan 12 - 11 Slóveníu í vil. Í seinni hálfleik mættu okkar drengir ákveðnir til leiks og náðu yfirhönd í spennandi leik og unnu að lokum 28 - 25. Lokaleikur liðsins er á morgun þar sem Ísland spilar á móti Spánverjum um fimmta sæti á leikunum. 

Handknattleiksliðið á leik gegn Spáni á morgun þar sem þeir spila um 5. sætið en keppni er lokið í öðrum greinum. Leikurinn hefst klukkan 10:00 á staðartíma. Lokahátíð fer einnig fram á morgun og hægt verður að fylgjast með lokahátíðinni hér í beinu streymi.

Hér er hægt að skoða myndir af mótinu.