Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
7

Herferð til að hindra spillingu í íþróttum

24.02.2017

Alþjóðleg samtök um heilindi í íþróttum (International Forum for Sports Integrity) ætla að setja af stað herferð til að hindra hagræðingu í íþróttakeppnum og spillingu í íþróttum á alþjóðavísu. Samtökin eru helsti vettvangurinn fyrir alla hagsmunaaðila til þess að skiptast á hugmyndum og samræma aðgerðir. Fyrsti fundur samtakanna fór fram árið 2015, en annar fundur samtakanna fór fram 15. febrúar sl. Um 180 þátttakendur sátu fundinn, meðal annars aðilar frá stjórnvöldum, Sameinuðu þjóðunum (UNODC), Evrópuráðinu, Interpol og rekstraraðilum íþróttagetrauna svo fátt eitt sé nefnt. 

Á öðrum fundi samtakanna var lögð áhersla á að koma þyrfti í veg fyrir hagræðingu í íþróttakeppnum í framtíðinni og að styrkja þyrfti siðferðilega breytni fólks innan íþróttaheimsins og koma þannig í veg fyrir spillingu í íþróttum. Samtökin leggja til að stofnuð verði eining innan Ólympíuhreyfingarinnar um málið og að tilheyrandi aðilar skrifi undir samstarf um alþjóðleg heilindi í íþróttum. 

Samtökin voru stofnuð stuttu eftir að Aðgerðaráætlun Alþjóðaólympíunefndarinnar 2020 (Olympic Agenda 2020) fór af stað. 

Næstu fundur samtakanna fer fram árið 2019.

Frétt IOC um samtökin má sjá hér.

Myndirnar sem fylgja fréttinni eru teknar af vef Alþjóðaólympíunefndarinnar, IOC/Philippe Woods. 

Myndir með frétt