Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
7

Norræna skólahlaupið sett í dag

02.09.2016

Norræna skólahlaupið var sett í Grunnskóla Sandgerðis í morgun kl. 10:00 en skólinn hefur verið virkur þátttakandi í verkefninu um árabil. Norræna skólahlaupið er árlegt verkefni sem grunnskólum á Norðurlöndunum býðst að taka þátt í. Hlaupið var fyrst haldið árið 1984 og verður haldið í 33. skipti í ár. Hlaupið var vel skipulagt af Grunnskóla Sandgerðis og tóku um 250 grunnskólanemendur þátt.
Tveir afreksíþróttamenn, Ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason og Ari Bragi Kárason Íslandsmethafi í 100m hlaupi, mættu í skólann og spjölluðu við eldri krakkana og hvöttu þau svo áfram í hlaupinu. Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015, var með í för og vakti mikla lukku á meðal krakkanna, ekki síst þeirra yngstu. Mjólkursamsalan, sem hefur styrkt hlaupið frá upphafi, gaf krökkunum ískalda mjólk í lok hlaupsins.
Ragnhildur sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sagði nokkur orð, afhenti Hólmfríði Árnadóttur skólastjóra nokkra bolta að gjöf og kynnti þá Ara Braga og Guðna Val til leiks. Hópnum var skipt í tvennt og á meðan að íþróttamennirnir spjölluðu við eldri krakkana þá hlupu þau yngri. Eldri krakkarnir hlupu svo undir dynjandi tónlist, en eftir hlaupið bauðst þeim að fara í kapphlaup við Ara Braga og var nokkur fjöldi sem þáði það.

Markmiðið með Norræna skólahlaupinu er að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Á síðasta ári tóku rúmlega 15.000 grunnskólanemendur frá 63 skólum þátt í hlaupinu og hlupu til samans um 40 hringi í kringum landið. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir 2,5, 5 og 10 kílómetra. Verkefnið tengist Íþróttaviku Evrópu, sem er verkefni á vegum Evrópuráðsins.
Í október verða síðan dregnir út þrír skólar sem taka þátt í Norræna skólahlaupinu og ljúka hlaupinu fyrir 30. september 2016. Þeir þrír skólar sem verða dregnir út fá 100.000 króna inneign í Altis. Altis selur vörur til íþróttaiðkunar sem nýtast nemendum á skólalóðinni eða í íþróttahúsinu.

Fleiri myndir frá deginum má sjá á myndasíðu ÍSÍ.

Verkefnið nýtur stuðnings ÍSÍ, Mjólkursamsölunnar og Evrópuráðsins, og er í samvinnu við Íþrótta- og heilsufræðifélag Íslands.

Myndir með frétt