Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

2019 Svartfjallaland

Smáþjóðaleikar fóru fram í Svartfjallalandi 27. maí-1. júní 2019. Keppnisgreinar voru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, karfa, blak, strandblak og boules.
 
 
 
27.05.2019

Setningarhátíð Smáþjóðaleikanna í kvöld

Setningarhátíð Smáþjóðaleikanna í kvöldÍ gærkvöldi fór fram​ fyrsti fararstjórafundur íslenska hópsins á Smáþjóðaleikunum. Þegar að allir höfðu komið sér fyrir í herbergjum var ákveðið að hittast á skrifstofu ÍSÍ og taka stöðuna. Íslenski hópurinn gistir allur í sömu byggingu í bænum Budva, en allir þátttakendur á leikunum eru á þessu svæði. Stemmningin í hópnum er stórgóð.
Nánar ...
26.05.2019

Íslenski hópurinn mættur til Svartfjallalands

Íslenski hópurinn mættur til SvartfjallalandsÍ morgun hélt hópurinn af stað sem fer á Smáþjóðaleikana í Svartfjallalandi. Flestir þátttakendurnir hittumst í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Flogið var beint til Podgorica og lent kl.21 að staðartíma (19 á ísl. tíma). Leikarnir fara fram 27. maí til 1. júní. Samtals eru íslenskir þátttakendur 184, en 120 keppendur eru skráðir til leiks. Íslendingar taka þátt í átta íþróttagreinum af þeim tíu sem keppt verður í á leikunum. Keppnisgreinarnar eru; frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, blak, boules og strandblak, en Ísland teflir ekki fram þátttakendum í þeim tveim síðastnefndu. Allir þátttakendur á leikunum munu gista á sama hótelinu í strandbænum Budva sem liggur að Adríahafinu. Keppni hefst á þriðjudaginn.
Nánar ...
23.05.2019

Keppendur spenntir fyrir Smáþjóðaleikunum

Keppendur spenntir fyrir SmáþjóðaleikunumÍ gær hittist hópurinn sem fer á Smáþjóðaleikana. Stuttur fundur um leikana fór fram í Laugardalshöll, en aðalfararstjóri leikanna, Örvar Ólafsson, fór yfir aðstæður í Svartfjallalandi með þátttakendum. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, ávarpaði hópinn og óskaði keppendum góðs gengis á leikunum. Hver og einn þátttakandi fékk afhendan bakpoka með sínum Peak fatnaði, en gert er ráð fyrir að þátttakendur klæðist eins fatnaði við ferðalag til og frá Svartfjallalandi ásamt því að vera eins klædd á setningarhátíð leikanna. Hvert sérsamband fyrir sig sér síðan um keppnisfatnað fyrir sína keppendur.
Nánar ...
22.05.2019

Allur hópurinn sem fer til Svartfjallalands

Allur hópurinn sem fer til SvartfjallalandsNæstu Smáþjóðaleikar fara fram í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní 2019. Nú liggja fyrir tilnefningar allra sérsambanda, bæði í einstaklingsgreinum og hópgreinum. Lokaskráning gerir ráð fyrir að Ísland verði með 60 keppendur af hvoru kyni á leikunum. Auk þeirra munu 35 liðsstjórar og þjálfarar fylgja hópnum. Níu sjúkraþjálfarar munu fylgja sérsamböndunum og átta íslenskir dómarar munu starfa á leikunum.
Nánar ...
21.05.2019

6 dagar til Smáþjóðaleika

6 dagar til SmáþjóðaleikaÍ dag eru 6 dagar þar til Smáþjóðaleikarnir verða settir í Svartfjallalandi. Skemmtilegt er frá því að segja að í þetta sinn sendir ÍSÍ 60 kvenkyns keppendur til leiks og 60 karlkyns keppendur. Samtals eru íslenskir þátttakendur 185.
Nánar ...
13.05.2019

Grænir Smáþjóðaleikar

Grænir SmáþjóðaleikarNæstu Smáþjóðaleikar fara fram í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní 2019. Í dag eru tvær vikur til leika. Slagorð leikanna að þessu sinni er “Be fair by nature”, en Svartfjallaland er hluti af áætluninni „Grænir leikar“ sem styrkt er af Ólympíusamhjálpinni, þar sem markmiðið er að koma á fót sjálfbærum íþróttaviðburði. Áætlunin samanstendur af því að setja fram ákveðna umhverfisstaðla sem tengjast skipulagningu íþróttaviðburða ásamt menntun og kynningu á umhverfismálum.
Nánar ...
16.02.2019

100 dagar til Smáþjóðaleika

100 dagar til SmáþjóðaleikaNæstu Smáþjóðaleikar fara fram í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní 2019. Í dag eru 100 dagar til leika. Svartfjallaland tók þátt í fyrsta sinn á Smáþjóðaleikunum árið 2011 og er nú í fyrsta sinn gestgjafi leikanna. Keppnisgreinar á leikunum eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, bowls, blak og strandblak. Allir þátttakendur á leikunum munu gista á sama hótelinu í strandbænum Budva sem liggur að Adríahafinu. Íslendingar hafa verið afar sigursælir á Smáþjóðaleikum í gegnum tíðina og alla jafna er stór hópur fólks sem tekur þátt í leikunum fyrir Íslands hönd.
Nánar ...
08.08.2018

Smáþjóðaleikar 2019

Smáþjóðaleikar 2019Næstu Smáþjóðaleikar fara fram í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní 2019. Þann 31. júlí sl. voru 300 dagar til leika. Svartfjallaland tók þátt í fyrsta sinn á Smáþjóðaleikunum árið 2011 og er nú í fyrsta sinn gestgjafi leikanna. Keppnisgreinar á leikunum eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, bowls, blak og strandblak. Allir þátttakendur á leikunum munu gista á sama hótelinu í strandbænum Budva sem liggur að Adríahafinu. Íslendingar hafa verið afar sigursælir á Smáþjóðaleikum í gegnum tíðina og alla jafna er stór hópur fólks sem tekur þátt í leikunum fyrir Íslands hönd.
Nánar ...
26.05.2018

Smáþjóðaleikar Evrópu - Eitt ár í leika

Smáþjóðaleikar Evrópu - Eitt ár í leikaAðalfundur og fundur tækninefndar Smáþjóðaleika Evrópu fóru fram í gær og í dag í borginni Budva í Svartfjallalandi. Fundina sóttu þau Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ sem einnig á sæti í tækninefnd leikanna.
Nánar ...
28.11.2017

Smáþjóðaleikar 2019 í Svartfjallalandi

Smáþjóðaleikar 2019 í SvartfjallalandiNæstu Smáþjóðaleikar fara fram í Svartfjallalandi í júní 2019. Svartfjallaland tók þátt í fyrsta sinn á Smáþjóðaleikunum árið 2011 og er nú í fyrsta sinn gestgjafi leikanna. Smáþjóðaleikarnir 2019 í Svartfjallalandi verða settir 27. maí og verður þeim slitið þann 1. júní. Keppnisgreinar á leikunum eru frjálsar íþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, boules, blak og strandblak.
Nánar ...