Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Heidursholl_KristinRos.jpg (226862 bytes)

Kristín Rós Hákonardóttir

Kristín Rós Hákonardóttir, margfaldur heimsmethafi og margfaldur verðlaunahafi á Ólympíumóti fatlaðra, var útnefnd í Heiðurshöll ÍSÍ þann 28. desember árið 2013 á kjöri Íþróttamanns ársins.

Kristín Rós Hákonardóttir fæddist 18.júlí árið 1973. Kristín Rós var á öðru aldursári þegar hún veiktist af vírus sem gerði hana spastíska vinstra megin. Ung að árum hóf hún að æfa sund með Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík.

Kristín Rós var ein mesta afrekskona íslenskra íþrótta, en hún keppti á fimm heimsmeistaramótum og fimm Ólympíumótum og setti samtals sextíu heimsmet og níu Ólympíumótsmet.

Kristín Rós var kjörin íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra tólf ár í röð, fyrst árið 1995 og síðast árið 2006.

Kristín Rós vakti athygli bæði hér á landi og erlendis fyrir einstakan íþróttaferil sinn. Hún hlaut viðurkenningu frá Eurosport árið 2004 fyrir framúrskarandi árangur og var fyrsti íslenski íþróttamaðurinn sem fær þessa viðurkenningu sem og fyrsti íþróttamaðurinn úr röðum fatlaðra í heiminum.

Kristín Rós lauk keppnisferli sínum til tuttugu og tveggja ára árið 2006 með því að vinna til verðlauna á heimsmeistaramóti fatlaðra í Suður-Afríku.

Það er ÍSÍ mikill heiður að útnefna Kristínu Rós Hákonardóttur í Heiðurshöll ÍSÍ.

Myndasíða ÍSÍ - Kristín Rós Hákonardóttir