Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25

Heidursholl_gudmundur.jpg (233725 bytes)

Guðmundur Gíslason

Guðmundur Gíslason var útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ á Íþróttamanni ársins þann 29. desember árið 2016.
 
Guðmundur Gíslason setti á ferli sínum 152 Íslandsmet í sundi. Hann var kjörinn Íþróttamaður ársins í tvígang, fyrst árið 1962 og svo aftur sjö árum síðar, 1969. 
 

Guðmundur sló Norðurlandamet í 400 metra fjórsundi árið 1962 og árið 1969 fór hann fyrir landsliði Íslands sem hafði betur gegn Dönum í landskeppni í Danmörku. Guðmundur tók þátt í fernum Ólympíuleikum á ferlinum og varð fyrsti Íslendingurinn til að afreka það þegar hann keppti á leikunum í Vestur-Þýskalandi 1972. Áður hafði hann keppt á Ólympíuleikum í Róm 1960, Tókýó 1964 og Mexíkó-borg 1968. Hann hætti keppni 1974. 

Guðmundur hefur alla tíð barist fyrir framgangi sundíþróttarinnar hér á landi og eftir að ferlinum lauk var hann meðal annars ritari Sundráðs Reykjavíkur og gjaldkeri Sundsambands Íslands um árabil auk þess sem hann sat í byggingarnefnd Laugardalslaugarinnar. 

Það er ÍSÍ mikill heiður að útnefna Guðmund Gíslason í Heiðurshöll ÍSÍ.

Myndasíða ÍSÍ - Guðmundur Gíslason.