Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25

Heidursholl_Asgeir.jpg (254479 bytes)

Ásgeir Sigurvinsson 

Ásgeir Sigurvinsson, knattspyrnumaður og einn ástsælasti íþróttamaður landsins, var útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ þann 3. janúar árið 2015 þegar kjöri um Íþróttamann ársins 2014 var lýst.

Ásgeir Sigurvinsson fæddist 8. maí árið 1955 í Vestmannaeyjum. Hann varð á sínum tíma yngsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi er hann lék með landsliðinu árið 1972, sautján ára gamall. Ásgeir lék í átta ár með Standard Liege í Belgíu, fór þaðan til Bayern München árið 1981 og ári síðar til Stuttgart þar sem hann lék þar til hann hætti árið 1990. 

Ásgeir var kjörinn Íþróttamaður ársins árin 1974 og 1984. Hann varð þýskur meistari árið 1984 og var kjörinn besti leikmaður deildarinnar það árið auk þess sem hann varð í 13. sæti í kjöri World Soccer um besta knattspyrnumann heimsins sama ár.   

Ásgeir átti einnig glæstan og farsælan feril með landsliði Íslands en hann lék alls 45 landsleiki. Árið 2003 valdi Knattspyrnusamband Íslands Ásgeir sem sinn „Golden player“, besta íslenska knattspyrnumann síðastliðinna 50 ára þar á undan. Valið var í tengslum við 50 ára afmæli UEFA.

Ásgeir er einn ástsælasti íþróttamaður landsins og vel að útnefningunni kominn.

Það er ÍSÍ mikill heiður að útnefna Ásgeir Sigurvinsson í Heiðurshöll ÍSÍ.

Myndasíða ÍSÍ - Ásgeir Sigurvinsson.