Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Alfreð Gíslason

Alfreð Gíslason var útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ á Íþróttamanni ársins þann 28. desember árið 2019.

Alfreð Gíslason er fæddur þann 7. september árið 1959. Alfreð átti farsælan feril sem handknattleiksleikmaður. Hann varð bikarmeistari með KR árið 1982 og Bidasoa Irún á Spáni árið 1991. Hann varð einnig tvisvar sinnum þýskur meistari með TUSEM Essen. Alfreð var burðarás í landsliði Íslands, en hann lék 190 leiki fyrir íslenska landsliðið í handknattleik og skoraði í þeim 542 mörk. Hann var valinn besti leikmaður B-keppninnar í Frakklandi 1989 þar sem Ísland fór með sigur af hólmi. Alfreð var kjörinn Íþróttamaður ársins árið 1989.

Alfreð þjálfaði uppeldisfélag sitt, KA, í sex ár. Hann gerði KA að bikarmeisturum 1995 og 1996, deildarmeisturum 1996 og Íslandsmeisturum 1997. Því næst fór Alfreð til Þýskalands þar sem hann þjálfaði samfleytt í 22 ár. Fyrst hjá Hameln í tvö ár, en tók við Madgeburg árið 1999 og þjálfaði þar í sjö ár. Hann gerði Magdeburg að þýskum meisturum og EHF-bikarmeisturum 2001 og ári seinna vann liðið Meistaradeild Evrópu. Á árunum 2006 til 2008 þjálfaði Alfreð Gummersbach. Hann var landsliðsþjálfari Íslands 2006 til 2008 og stýrði íslenska liðinu á HM 2007 og EM 2008. Árið 2008 tók Alfreð við Kiel. Undir hans stjórn varð Kiel sex sinnum þýskur meistari, sex sinnum bikarmeistari, vann Meistaradeild Evrópu tvisvar sinnum og EHF-bikarinn einu sinni.

Það er ÍSÍ mikill heiður að útnefna Alfreð Gíslason í Heiðurshöll ÍSÍ.

Myndasíða ÍSÍ - Alfreð Gíslason