Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Hreint íþróttafólk fær sína stund á verðlaunapalli

07.11.2019 12:00

Ný sex þátta sería var frumsýnd á Ólympíustöðinni í gær sem kallast „Take the Podium“ eða „Verðlaunapallurinn er þinn“. Þættirnir fjalla um það þegar íþróttamaður fær verðlaun sín frá Ólympíuleikum afhent, eftir að upp hefur komist að annar íþróttamaður féll á lyfjaprófi. Tekin eru viðtöl við íþróttamanninn og honum fylgt eftir í gegnum þann feril sem hefst þegar kemur í ljós að hann hafi í raun unnið til gull- silfur- eða bronsverðlauna á Ólympíuleikum.

Síðan að upp komst um lyfjamisferli rússneska frjálsíþróttasambandsins og rússnesks íþróttafólks árið 2015 hefur markmið Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar - WADA og íþrótta- og ólympíusamtaka víðsvegar um heiminn verið að skera upp herör gegn lyfjamisnotkun í íþróttum. Nokkrir Ólympíu- og heimsmeistarar hafa misst verðlaun sín undanfarin ár eftir að komist hefur upp að þeir hafi notað árangursbætandi efni. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur á síðustu árum reynt að bæta íþróttafólkinu upp fyrir svindlið gegn þeim með því að afhenda þeim verðlaun sín eftir á á stórum viðburðum eða viðburð sem íþróttamaðurinn sjálfur velur. Ólympíustöðin hefur nú útbúið sex þætti tileinkaða hreinu íþróttafólki og þeirra augnabliki.

Þættina má sjá hér á Ólympíustöðinni. 

 

Lyfjaeftirlit Íslands

Tilgangur Alþjóðalyfjareglnanna er að vernda grundvallarrétt íþróttamanna til að taka þátt í lyfjalausum íþróttum og stuðla þannig að heilbrigði, sanngirni og jafnrétti fyrir íþróttamenn um allan heim. Auk þess að tryggja samræmdar, samstilltar og skilvirkar áætlanir gegn lyfjanotkun á alþjóðavísu og landsvísu hvað varðar greiningu, hömlur og forvarnir.

Vefsíða Lyfjaeftirlits Íslands

 

Myndir með frétt

Til baka