Fræðsla
Fræðsla er lykillinn að öflugum forvörnum í lyfjamálum. Lyfjaeftirlit Íslands stendur fyrir fræðslu um lyfjamál fyrir menntastofnanir og aðra hópa sem tengjast málaflokknum. Tilgangur fræðslunnar er að kynna fyrir iðkendum íþrótta og/eða þeim sem starfa, eða hyggja á að starfa innan íþróttahreyfingarinnar, um hvað lyfjaeftirlit snýst. Einnig er farið yfir starfsemina s.s. framkvæmd lyfjaprófa, regluverkið, hættuna við lyfjamisnotkun, undanþágur og fæðubótarefni.
Fyrir almennar fyrirspurnir, ábendingar eða beiðni um fræðsluerindi má senda póst á Lyfjaeftirlit Íslands, birgir@isi.is.