Lífshlaupið og Vetraríþróttavika Evrópu
26.11.2025Vetraríþróttavika Evrópu eða European Week of Winter Sport (EWWS) fer fram dagana 1.–8. febrúar 2026 og Fræðslu- og almenningsíþróttasvið ÍSÍ er samstarfsaðili EWWS þar sem markmiðið er að efla samstarf og sýnileika evrópskra íþróttasamtaka sem starfa innan vetraríþrótta auk annarra vetrar viðburða.
ÍSÍ mun tengja Lífshlaupið við EWWS og hvetur íþróttahéruð, sérsambönd, íþróttafélög, fyrirtæki og skóla að taka þátt og skoða í leiðinni hvort þau geti tengt verkefnin sín við EWWS. Frestur til að skrá viðburði er til og með 31. desember 2025. Frestur til að skrá viðburði/verkefni er til og með 31. desember 2025 Event registration - European Week of Winter Sports
Fimm verkefni gætu fengið Sjálfbærniverðlaun og svo eru auðvitað verðlaun fyrir bestu myndina/video.
Upplýsingar um verkefnið linkur
Instagram: wintersportweek
Facebook: European Week of Winter Sport
Þetta er frábært tækifæri til að auka sýnileika, skapa tengsl á evrópskum vettvangi og skemmtileg viðbót við Íþróttaviku Evrópu (#BeActive).
European week of winter sport #EWWS er ERASMUS+ verkefni á vegum L’ORMA á Ítalíu.
Hér má sjá kynningamyndband EWWS
