Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20

Um 28 milljónum úthlutað úr Hvatasjóði íþróttahreyfingarinnar

20.11.2025

 

52 verkefni um allt land fengu styrki upp á 27,8 milljónir króna úr Hvatsjóði íþróttahreyfingarinnar. Þetta var þriðja úthlutun úr sjóðnum en fyrsta úthlutun úr honum var í upphafi árs.

71 umsókn barst sjóðnum, alls upp á um 66 milljónir króna.

Hæstu styrkirnir nema 1.000.000 milljón króna og hljóta nú 10 verkefni slíka styrki. Flestir styrkir úr Hvatasjóðnum að þessu sinni runnu til verkefna tengdum iðkendum með fötlun (21 verkefni). Níu verkefni tengjast iðkendum af tekjulægri heimilum og fjögur verkefni iðkendum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Átján verkefni tengjast öðru en áhersluflokkunum þremur eða þá að fleiri en einn áhersluflokkur voru í verkefninu.

--oo--

Hvatasjóðurinn er á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) með stuðningi mennta- og barnamálaráðuneytis. Sjóðurinn tengist stofnun átta svæðisstöðva íþróttahéraða og markmiðum um eflingu íþróttastarfs á landsvísu. Sjóðurinn styrkir verkefni sem miða að útbreiðslu íþrótta og aukinni þátttöku barna í íþróttum með áherslu á þátttöku barna með fötlun, af tekjulægri heimilum og með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.

Hverjir geta sótt um?
Í hvatasjóðinn geta sótt:
• Íþróttahéruð ÍSÍ og UMFÍ
• Íþróttafélög og deildir innan ÍSÍ og UMFÍ
• Sérsambönd ÍSÍ í samstarfi við Íþróttahéruð, félög eða deildir félaga.

Hvað styrkir sjóðurinn?
Hvatasjóðurinn veitir styrki til verkefna sem:
• Auka útbreiðslu og  þátttöku barna í íþróttum
• Efla þátttöku barna með fötlun
• Efla þátttöku barna frá tekjulægri heimilum
• Efla þátttöku barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn