Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
31

Íslensku keppendurnir á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar fengu góða gesti í heimsókn

20.07.2025

 

Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ og Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ eru staddir á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje. Þeir heimsóttu keppendur á hótelið þeirra í dag. Þar hittu þeir fyrir keppendur í frjálsíþróttum, handknattleik og badminton. Næstu daga verður nóg að gera hjá Willum, Andra og öðrum gestum ÍSÍ að fylgjast með íslenskum keppendunum á hátíðinni.

Keppnin hefst á morgun, þann 21. júlí hjá íslensku keppendunum. Á dagskránni er badminton, frjálsar og handbolti.

1o:00 og 14:20 Badminton - Einliðaleikur (kk)
10:40-11:01 Frjálsíþróttir - 800m
09:00-17:00 Badminton - einliðaleikur
16:00 Handknattleikur: Spánn - Ísland (kk)
16:00 Handknattleikur: Norður Makedónía - Ísland (kvk)
19:10 Frjálsíþróttir - Keppni hefst í kúlu

Það er hægt að fylgjast með keppni á EOCtv.org eða á Anoctv.

Myndir með frétt