Stjórn BTÍ endurkjörin

Ársþing BTÍ var haldið í húsnæði ÍSÍ í Laugardal sunnudaginn 11. maí.
Stjórn BTÍ var endurkjörin á þinginu. Kjörtímabil tveggja stjórnarmanna var á enda, þeirra Guðrúnar Gestsdóttur og Más Wolfgangs Mixa. Þau gáfu bæði kost á sér áfram og voru sjálfkjörin til tveggja ára en fram kom að þau hyggjast skiptast á embættum. Ruben Illera Lopez kemur nýr inn í varastjórn í stað Jóns Gunnarssonar, sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, úr framkvæmdastjórn ÍSÍ, sat ársþingið fyrir hönd ÍSÍ.
Á þinginu fengu tveir einstaklingar gullmerki BTÍ, þeir Ólafur Elí Magnússon og Kári Mímisson.
Aukaársþing BTÍ verður haldið þann 14. júní og mun það afgreiða reikninga og fjárhagsáætlun.
Myndir frá Ingimar Ingimarssyni.
Fleiri upplýsingar um ársþing BTÍ má finna hér.
Árskýrslu BTÍ má lesa hér.