Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13.05.2025 - 13.05.2025

Ársþing ÍBV 2025

Ársþing Íþróttabandalags Vestmannaeyja (ÍBV)...
9

Hjólað í vinnuna sett í Ráðhúsi Reykjavíkur

09.05.2025

 

Setning Hjólað í vinnuna 2025 fór fram í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 7. maí. Gestir hvöttu landsmenn til að hjóla til vinnu – fyrir heilsu, hagkvæmni og umhverfisvernd.

Á dagskrá voru hressileg hvatningarávörp góðra gesta. Andri Stefánsson, framkvæmdarstjóri ÍSÍ bauð gesti velkomna og sagði stuttlega frá verkefninu og þróun þess. Að því loknu tóku Heiða Björk Hilmisdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Náttúruverndarstofnunar og María Ögn Guðmundsdóttir, hjólreiðakona til máls. Öll voru þau sammála um mikilvægi verkefnisins og hvöttu landsmenn til að velja þennan umhverfisvæna, hagkvæma og heilsusamlega samgönguamáta.

Heiða Björk Hilmisdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, lagði áherslu á mikilvægi hjólreiða fyrir borgina og sagði Reykjavík hafa lagt metnað í að verða hjólavæn borg. Hún nefndi að samkvæmt samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins væri áformað að bæta 100 km við hjólastígakerfið – sem hún sagði vera til hagsbóta fyrir alla borgarbúa.

Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Náttúruverndarstofnunar, ræddi um þörfina á betri samvinnu í umferðinni og hvatti ökumenn til að sýna hjólreiðafólki meiri tillitssemi. „Við þurfum öll að huga betur að hvoru öðru í umferðinni,“ sagði hún, og bætti við að hjólreiðafólk ætti jafnvel skilið þakkir fyrir að velja umhverfisvænan ferðamáta. Hún hvatti sérstaklega fólk á Suðurlandi til að nýta sér hjólið oftar.

María Ögn Guðmundsdóttir, hjólreiðakona, flutti persónulegt og hvetjandi erindi. Hún lýsti hjólreiðum sem leið til að tengjast náttúrunni og efla andlega heilsu. „Það er töff að koma veðurbarin inn eftir íslenskt veður – það veitir manni næringu,“ sagði hún og hrósaði verkefninu fyrir að styðja við betri hjólreiðamenningu á Íslandi.

Þegar allir höfðu lokið máli sínu leiddi María Ögn hópinn út og verkefnið var hjólað af stað. 

Hér má sjá upptöku af setningunni,

ÍSÍ þakkar öllum fyrir komuna og segir Hjólað í vinnuna hafið í 23. skiptið!

Hér má sjá fleiri myndir af setningunni en ljósmyndir tók Árni Sæberg.

Gangi ykkur vel – og munið að fara varlega!

Myndir með frétt