Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Guðrún Hildur áfram sambandsstjóri UMSB

06.05.2025

 

103. sambandsþing UMSB var haldið í Borgarnesi þann 30. apríl sl. Var þingið haldið á Hótel Vesturlandi í umsjón knattspyrnudeildar Skallagríms.

Guðrún Hildur Þórðardóttir sambandsstjóri UMSB fór yfir helstu verkefni og starfsemi Ungmennasambandsins árið 2024 ásamt starfsemi aðildarfélaga en þar bar hæst Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið var í Borgarnesi um verslunarmannahelgina og tókst vel til.

Hörður Þorsteinsson, gjaldkeri ÍSÍ, sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ og hélt ávarp þar sem hann fjallaði um breytingar í íþróttastarfi, meðal annars í tengslum við Lottógreiðslur, ríkisstyrki, nýtingu fjármuna og samstarf ÍSÍ og UMFÍ. Hann ræddi einnig um breytt hlutverk sjálfboðaliða, áskoranir og mikilvægi þess að skapa hvata til að laða fólk að sjálfboðastörfum. Þá kom hann inn á þau gildi sem ÍSÍ leggur áherslu á að fylgt sé eftir.

Eftir ávörp góðra gesta fór fram stjórnarkjör og að þessu sinni urðu engarbreytinar á aðalstjórn. Guðrún Hildur Þórðardóttir gaf áframhaldandi kost á sér sem sambandsstjóri en sambandsstjóri er kjörinn til eins árs í senn. Þá gáfu Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir, ritari og Kristján Jóhannes Pétursson, meðstjórnandi einnig kost á sér áfram og eru þau kjörin til tveggja ára. Áfram í stjórn sitja Sigurbjörg Þórunn Marteinsdóttir, varasambandsstjóri og Svala Svavarsdóttir, gjaldkeri  á sínu seinna ári.

Allar nánari upplýsingar um þingið má finna hér.