Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Úthlutun ríkisstyrks til sérsambanda ÍSÍ 2025

24.03.2025

 

Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti á fundi sínum 26. febrúar sl., tillögur fjármálaráðs ÍSÍ um úthlutun ríkisstyrks til sérsambanda ÍSÍ sbr. meðfylgjandi yfirlit yfir úthlutun.

Framlag á fjárlögum 2025 er 101 m.kr. sem er óbreytt fjárhæð frá fyrra ári.  Áhersla með styrknum er sem fyrr að vinna að því grundvallaráhersluatriði sem sett var í upphafi að hvert sérsamband fengi til framtíðar framlag til að standa undir nauðsynlegri þjónustu við sambandsaðila með rekstri eigin skrifstofu. Kostnaður við daglegan rekstur sérsambanda hefur hækkað mikið á síðustu árum. ÍSÍ hefur lagt áherslu á að fá aukið framlag í ríkisstyrki til sérsambanda í viðræðum við stjórnvöld undangengin ár og mun áfram leggja áherslu á mikilvægi þess að bæta rekstrarumhverfi sésambanda ÍSÍ.

Yfirlit yfir úthlutun á ríkisstyrk til sérsambanda ÍSÍ 2025: