Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Ísland með fulltrúa á YOBE fundi

24.03.2025

 

Kári Mímisson meðstjórnandi í framkvæmdastjórn ÍSÍ var fulltrúi sambandsins á fjórða YOBE (Young Olympic Board members of Europe) fundi Evrópusambands Ólympíunefnda. Fundurinn var að þessu sinni haldinn á Möltu dagana 6. og 7. mars.

Alls sóttu fulltrúar 16 landa fundinn að þessu sinni en allir meðlimir eiga það sameiginlegt að sitja í stjórn Ólympíunefndar síns lands og vera undir 45 ára að aldri. Hlutverk YOBE er fyrst og fremst að hjálpa ungu fólki að fóta sig í sínum stjórnarstörfum ásamt því að reyna að beita sér fyrir því að hvetja til þess að fleiri yngri einstaklingar sækist eftir því að komast í stjórn Ólympíunefndar síns lands. 

Mynd: YOBE-arar ásamt Julian Pace Bonello forseta Ólympíunefndar Möltu fyrir miðju.