Úthlutun úr Ferðasjóði íþróttafélaga

ÍSÍ hefur úthlutað styrkjum úr Ferðasjóði íþróttafélaga vegna ferðakostnaðar íþrótta- og ungmennafélaga vegna þátttöku í fyrirfram skilgreindum styrkhæfum mótum ársins 2024.Til úthlutunar að þessu sinni voru um 123,9 milljónir króna.
Til sjóðsins bárust 255 umsóknir frá 126 íþrótta- og ungmennafélögum úr 24 íþróttahéruðum vegna 3.211 ferða í 24 íþróttagreinum.
Heildarupphæð umsókna var 757.596.246,- krónur en þess má geta að umsækjendur skrá einungis beinan ferðakostnað í umsóknir, ekki gistingu eða uppihald. Gistikostnaður er valkvæð skráning í umsóknir til sjóðsins og var skráður gistikostnaður í umsóknum um 145 milljónir króna.
Styrkirnir eru greiddir út beint til viðkomandi íþrótta- og ungmennafélags, skv. umsóknum. Umsækjendur geta nú farið inn í umsókn sína í gegnum vefslóðina sem fylgdi stofnun umsóknarinnar og séð úthlutun styrkja pr. ferð.
Unnið er að uppfærslum í umsóknarkerfinu og verður opnað fyrir nýtt umsóknartímabil í kerfinu að þeim loknum.
Vinnuhópur ÍSÍ um Ferðasjóð íþróttafélaga er bakland fyrir skrifstofu ÍSÍ varðandi málefni þessa mikilvæga sjóðs. Þau sem sitja í vinnuhópnum eru Valdimar Leó Friðriksson formaður, Árni Ólason, Engilbert Olgeirsson, Jóhann Króknes Torfason, Helga Sigrún Þórsdóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Skrifstofa ÍSÍ annast yfirlestur umsókna og vinnur tillögu að úthlutun, í samræmi við samþykktar forsendur og í samráði við vinnuhópinn, sem síðan er lögð fyrir framkvæmdastjórn ÍSÍ til umfjöllunar og samþykktar.Sjóðurinn hefur fengið árlegt framlag af fjárlögum Alþingis síðan árið 2007 og er haft samráð við mennta- og barnamálaráðuneytið um allar breytingar á grunnforsendum útreiknings styrkja.
Framlag ríkisins til sjóðsins skiptir íþróttahreyfinguna gríðarlega miklu máli enda ferðakostnaður íþróttahreyfingarinnar stór þáttur í rekstri flestra íþróttafélaga, ekki síst á landsbyggðinni. Þó aðeins hluti mótahalds í landinu sé styrkhæfur í sjóðnum þá endurspegla umsóknir í Ferðasjóð íþróttafélaga gríðarlegt umfang ferðalaga og ferðakostnaðar í íþróttastarfinu á landsvísu og þær miklu áskoranir sem íþróttafélögin í landinu, og þá aðallega í dreifðari byggðum landsins, þurfa að mæta í rekstrinum til að veita iðkendum sínum tækifæri til þátttöku í íþróttamótum.
Skipting úthlutunar pr. íþróttahérað:
Ár |
Íþróttahérað. |
Greiddur |
% af heild |
2024 |
USAH |
9.056 |
0,01 |
2024 |
USVS |
18.523 |
0,01 |
2024 |
HSS |
49.557 |
0,04 |
2024 |
HHF |
52.545 |
0,04 |
2024 |
HSB |
78.639 |
0,06 |
2024 |
UMSB |
305.893 |
0,25 |
2024 |
USVH |
310.762 |
0,25 |
2024 |
ÍA |
736.449 |
0,59 |
2024 |
UÍF |
1.054.849 |
0,85 |
2024 |
ÍS |
1.076.192 |
0,87 |
2024 |
HSH |
1.833.762 |
1,48 |
2024 |
UMSE |
2.008.392 |
1,62 |
2024 |
ÍRB |
2.781.330 |
2,24 |
2024 |
HSK |
3.853.432 |
3,11 |
2024 |
HSÞ |
4.261.703 |
3,44 |
2024 |
ÍBH |
5.179.265 |
4,18 |
2024 |
USÚ |
5.774.199 |
4,66 |
2024 |
UMSS |
6.042.866 |
4,88 |
2024 |
HSV |
8.208.987 |
6,63 |
2024 |
ÍBV |
8.354.046 |
6,74 |
2024 |
UMSK |
12.490.263 |
10,08 |
2024 |
ÍBR |
14.774.703 |
11,92 |
2024 |
UÍA |
16.652.529 |
13,44 |
2024 |
ÍBA |
27.990.527 |
22,59 |
|
Samtals |
123.898.469 |
|