Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15.03.2025 - 15.03.2025

Ársþing KKÍ 2025

Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ)...
13

Lífshlaupið í samstarfi við “Jáhrifavaldana” Eygló Fanndal Sturludóttur og Erlu Guðmundsdóttur

07.03.2025Í ár var Lífshlaupið í samstarfi við Eygló Fanndal Sturludóttur, afreksíþróttakonu í ólympískum lyftingum og læknanema, og Erlu Guðmundsdóttur (HeilsuErla), heilsumarkþjálfa, íþróttafræðing, ungbarnasundkennara og hlaðvarpsstjórnanda Með lífið í lúkunum. Hlaðvarpið leggur áherslu á heildræna nálgun á heilsu, þar sem bæði líkamleg og andleg vellíðan eru í fyrirrúmi.
Samstarfið fól í sér að nýta samfélagsmiðilinn Instagram til að miðla fræðslu og hvatningu til landsmanna um að hreyfa sig meira og gera hreyfingu að föstum lið í sínu daglega lífi.

Með sameinuðum kröftum jókst heildarþátttaka í Lífshlaupinu um 13%, sem er virkilega ánægjulegt. ÍSÍ þakkar fyrir ánægjulegt samstarf.

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands þar sem landsmenn eru hvattir til að auka daglega hreyfingu og bæta heilsu sína Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta