UFA Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Ungmennafélag Akureyrar fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á aðalfundi félagsins í Íþróttahöllinni á Akureyri miðvikudaginn 19. febrúar síðastliðinn. Það var Jóna Finndís Jónsdóttir formaður UFA sem tók við viðurkenningunni úr hendi Viðars Sigurjónssonar sérfræðings á stjórnsýslusviði ÍSÍ. Á myndinni eru frá vinstri; Rósa Dagný Benjamínsdóttir, Katrín Ósk Guðmundsdóttir, Jóna Finndís Jónsdóttir, Rósa Hrefna Gísladóttir, Viðar Sigurjónsson, Hulda Berglind Árnadóttir og Sigurveig Björg Harðardóttir.
„Við erum stolt af því að Ungmennafélag Akureyrar hefur fengið vottun sem Fyrirmyndarfélag endurnýjaða hjá ÍSÍ. Félagið á stóran og góðan hóp af iðkendum, þjálfurum og sjálfboðaliðum og við viljum búa þeim gott umhverfi til að blómstra. Skilyrðin fyrir því að teljast Fyrirmyndarfélag eru víðtæk og gefa okkur aðhald og leiðbeiningar um hvernig við getum staðið vel að starfi félagsins til lengri tíma litið“, sagði Jóna Finndís formaður UFA af þessu tilefni.