Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.02.2025 - 22.02.2025

Ársþing SÍL 2025

Ársþing Siglingasambands Íslands (SÍL) verður...
22

Næstsíðasti keppnisdagur á EYOWF

15.02.2025

 

Frábært veður var á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í dag, sól og aðeins heitara en hefur verið upp á síðkastið. Keppnisgrein dagsins var sprettganga, bæði í stúlkna- og drengjaflokki. Fulltrúar Íslands í stúlknaflokki voru María Kristín Ólafsdóttir sem hafnaði í 53. sæti á tímanum 2:54.89 mín (+29.43) og Árný Helga Birkisdóttir sem hafnaði í 56. sæti á tímanum 3:04.49 mín (+39.03). Alls tóku 50 keppendur þátt.

Í sprettgöngu drengja voru  alls 68 keppendur. Hjalti Böðvarsson hafnaði í 58. sæti á tímanum 2:25.83 mín (+20.45), Stefán Þór Birkisson hafnaði í 63. sæti á tímanum 2:29.07 mín (+23.69), Eyþór Freyr Árnason hafnaði í 65. sæti á tímanum 2:37.27 mín (+31.89) og Róbert Bragi Vestmann Kárason hafnaði í 67. sæti á tímanum 2:45.27 mín (39.89). 

Seinni partinn í dag fór svo íslenski hópurinn saman upp í fjall þar sem farið var í rússíbana (Crystal toboggan) upp á topp. Mjög skemmtileg upplifun fyrir hópinn.

Á morgun, 16. febrúar fer síðasti keppnisdagur hátíðarinnar fram, ásamt lokahátíð. Íslenski hópurinn keppir í tveimur greinum sem báðar fara fram kl. 06:00 að íslenskum tíma. Annars vegar samhliða stórsvigi liða þar sem tveir drengir og tvær stúlkur keppa sem lið á móti annari þjóð í útsláttarkeppni og hins vegar liðakeppni í skíðagöngu þar sem tveir drengir og tvær stúlkur keppa sem lið. 

Myndir með frétt