Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

4

Sædís Heba hefur lokið keppni á EYOWF

13.02.2025

 

Í Batumi keppti Sædís Heba Guðmundsdóttir í dag í frjálsu prógrammi í listskautum og náði 22. sæti af 30 keppendum. Þetta var hennar seinni keppnisgrein og hefur hún því nú lokið keppni á hátíðinni. Í samanlögðum keppnisgreinum, í stuttu (36.58) og frjálsu prógrammi (66.33) endar Sædís með 102.91 stig í keppni listskauta og hafnar í 23.sætinu á hátíðinni af 30 keppendum. 

Brynja Guðjónsdóttir er stödd í Batumi með íslenska hópnum og fylgdist með keppninni. Á föstudaginn stendur svo til að íslenski hópurinn í Batumi sameinist hópnum í Bakuriani og dvelji síðustu nætur á sama hóteli fram að brottför.

Á morgun, 14. febrúar fara tvær keppnisgreinar íslenska hópsins fram. Keppt verður í svigi stúlkna í alpagreinum kl. 05:30 að íslenskum tíma og Jökull Bergmann keppir í risastökki (e. Big air) á snjóbretti kl. 09:30 að íslenskum tíma.

Fylgist með beinu streymi hér.