Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.02.2025 - 22.02.2025

Ársþing SÍL 2025

Ársþing Siglingasambands Íslands (SÍL) verður...
23

Ráðherra í heimsókn hjá ÍSÍ

13.02.2025

 

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, kom í sína fyrstu formlegu heimsókn í höfuðstöðvar ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í morgun.

Ásthildur Lóa fundaði með Lárusi L. Blöndal forseta ÍSÍ, Herði Þorsteinssyni gjaldkera framkvæmdastjórnar ÍSÍ og Andra Stefánssyni framkvæmdastjóra ÍSÍ og fékk kynningu á helstu þáttum í starfsemi ÍSÍ og íþróttahreyfingarinnar. Með ráðherra voru Óskar Þór Ármannsson teymisstjóri og Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir aðstoðarmaður ráðherra. Eftir fundinn fór hópurinn um miðstöðina og ræddi við starfsfólk ýmissa sambanda sem hafa aðsetur í húsinu.

Það var mikið um að vera víða um húsið enda mörg stór og spennandi verkefni á könnu sambandanna þessar vikurnar. Var ráðherra mjög áhugasöm um starfsemina og fannst ánægjulegt að hitta á starfs- og stjórnarfólk í miðstöðinni við fjölbreytileg dagleg störf hreyfingarinnar.

Mynd 1:  Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra og Hörður Þorsteinsson gjaldkeri framkvæmdastjórnar ÍSÍ.

Mynd 2: Frá fundinum.

Myndir með frétt