Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.02.2025 - 22.02.2025

Ársþing SÍL 2025

Ársþing Siglingasambands Íslands (SÍL) verður...
23

Krefjandi aðstæður í svigi á EYOWF í dag

13.02.2025

 

Keppni er lokið í svigi drengja á Vetrarólympíuhátið Evrópuæskunnar, þar sem 92 keppendur voru á ráslista. Keppendur íslenska hópsins voru þeir Andri Kári Unnarsson, Arnór Alex Arnórsson, Ólafur Kristinn Sveinsson og Eyvindur Halldórsson Warén. Aðstæður í dag voru mjög krefjandi. Enginn af strákunum náði að klára fyrri ferð, en þeir gáfu allt sitt í þetta og eru reynslunni ríkari.  Alls luku 36 keppendur keppni en 56 féllu úr keppni annað hvort í fyrri eða seinni ferð.

Í skíðagöngunni kepptu bæði stúlkur og drengir við mjög góðar aðstæður, sólin skein, hiti var í kringum 0-2 gráður og skíðin runnu hratt í snjónum. Í 7,5 km göngu stúlkna náði María Kristín Ólafsdóttir 52. sæti á tímanum 25:49.5 mín (+5:00.7) og Árný Helga Birkisdóttir 57. sæti á tímanum 27:13.1 mín (+6:24.3). Alls voru 61 keppendur en 60 keppendur kláruðu braut.

Í 10 km skíðagöngu drengja hófu 70 keppendur keppni en 2 kláruðu ekki. Hjalti Böðvarsson náði 55. sæti á tímanum 28:38.0 mín (4:51.8), Stefán Þór Birkisson náði 60. sæti á tímanum 29:20.6 mín (5:34.4), Eyþór Freyr Árnason náði 64. sæti á tímanum 31:32.3 mín (+7:46.1) og Róbert Bragi Vestmann Kárason náði 65. sæti á tímanum 32:07.5 mín (+8:21.3).

Í Batumi keppir Sædís Heba Guðmundsdóttir í frjálsu prógrammi í listskautum. Þeirri keppni er ekki enn lokið og birtum við frétt frá henni síðar.

Myndir með frétt