Hjólastólakörfuknattleikur í Kringlunni 15. febrúar

Kynning verður á verkefninu „Allir með” í Kringlunni laugardaginn 15. febrúar á milli klukkan 14:00 - 15:00. Sérstök áhersla verður á kynningu á hjólastólakörfubolta sem er að fara af stað fyrir börn með sérþarfir. Settur verður upp körfuboltavöllur og leikið 2 á 2. Áhorfendur geta fylgst með af tveimur hæðum.Gestir fá að prófa hjólastólana og taka þátt í keppni. Hressing verður í boði fyrir alla.
Hjólastólakörfubolti er ein af fimm greinum sem verða í boði á Íslandsleikunum á Selfossi helgina 29. - 30. mars 2025. Leikarnir eru fyrir þá sem finna sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi og/eða eru með stuðningsþarfir. Sjá nánar á heimasíðu „Allir með”.
„Allir með” er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og Íþróttasambands fatlaðra. Verkefnið gengur út á að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn innan íþróttahreyfingarinnar.