Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23

Keppnisdagskrá íslenska hópsins á EYOWF 11. febrúar

10.02.2025

 

 

Keppnisdagurinn hjá íslenska hópnum á Vetrarólympíuhátið Evrópuæskunnar í Bakuriani hefst eldsnemma á islenskum tíma í nótt/fyrramálið en Ísland mun eiga keppendur á morgun í stórsvigi stúlkna, skíðagöngu stúlkna og drengja og í forkeppni á snjóbretti (slopestyle) drengja.

Þriðjudagur 11. febrúar 

Alpagreinar – Keppni í stórsvigi - stúlkur
Fyrri ferð kl. 09:30–10:00 eða kl.05:30–06:00 að íslenskum tíma.
Seinni ferð kl.11:30–12:45 eða kl.07:30–08:45 að íslenskum tíma.
Keppendur: Aníta Mist Fjalarsdóttir/rásnúmer 63, Erla Karítas Blöndahl Gunnlaugsdóttir/rásnúmer 60, Kristín Sædís Sigurðardóttir/rásnúmer 56 og Sara Mjöll Jóhannsdóttir/rásnúmer 53. 

Skíðaganga 5 km – stúlkur kl. 10:00–11:00 eða kl.06:00–07:00 að íslenskum tíma.
Keppendur: Árný Helga Birkisdóttir/rásnúmer 7 og María Kristín Ólafsdóttir/rásnúmer 3.

Skíðaganga 7,5 km – drengir
kl. 12:30–13:30 eða kl. 08:30–09:30 að íslenskum tíma.
Keppendur: Eyþór Freyr Árnason/rásnúmer 4, Hjalti Böðvarsson/rásnúmer 22, Róbert Bragi Vestmann Kárason/rásnúmer 8 og Stefán Þór Birkisson/rásnúmer 3.

Snjóbretti – Forkeppni í brettastíl (e. Slopestyle) 
Fyrri ferð kl. 14:55–15:50 eða kl.10:55–11:50 að íslenskum tíma.
Seinni ferð kl. 16:30–17:25 eða kl.12:30–13:25 að íslenskum tíma.
Keppandi: Jökull Bergmann Kristjánsson/rásnúmer 29.
Heildarfjöldi keppenda eru 35 drengir, keppt í einum riðli í tveimur umferðum og átta efstu keppa til úrslita.

Hægt verður að fylgjast með keppnisgreinum hátíðarinnar í beinu streymi inn á https://eoctv.org/live/ og frekari upplýsingar á heimasíðu EYOWF https://bakuriani2025.sporteurope.org/

Fylgist með Íslensku keppendunum inn á instagram síðu ÍSÍ undir isiiceland.