Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23

Setning Vetrarólympíuhátiðar Evrópuæskunnar

09.02.2025

 

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOWF) var sett í dag, 9. febrúar í Bakuriani í Georgíu.

Fánaberar Íslands voru þau María Kristín Ólafsdóttir keppandi í skíðagöngu og Jökull Bergmann Kristjánsson keppandi á snjóbretti. Hópurinn var glæsilegur við inngönguna inn á leikvanginn og var mikil stemming hjá okkar fólki. 

Hátíðin fór fram utandyra á barnaskíðasvæðinu í Bakuriani, veðrið var stillt en kalt í lofti. Boðið var upp á glæsileg skemmtiatriði þar sem fullorðnir og börn fluttu söng, dans og tónlistaratriði. Með fréttinni má sjá nokkrar svipmyndir frá þessum degi.

Myndir með frétt