Beint streymi frá Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar
.jpg?proc=400x400)
Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar verður sett sunnudaginn 9. febrúar nk. kl. 15 að íslenskum tíma.
Alpagreinahópurinn kom til Bakuriani 7. febrúar og voru allir í hópnum hressir þrátt fyrir langt ferðalag að heiman. Þau komu sér fyrir á hótelinu og voru ánægð með gistiaðstöðu. Fóru því næst á létta æfingu og undirbjuggu skíðin sín fyrir næstu æfingu. Í dag, laugardag, koma keppendur og föruneyti úr skíðagöngu og snjóbrettum til Bakuriani og sama dag mæta listskautarnir til Batumi.
Streymt verður frá setningarhátíðinni og einnig frá keppnisviðburðum Vetrarólympíuhátíðarinnar á sjónvarpsrás Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC).