Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21

Klifursambandið hélt þjálfaranámskeið með styrk frá Ólympíusamhjálpinni

16.01.2025

Í síðustu viku var haldið þjálfaranámskeið hjá Klifursambandinu með styrk frá Ólympíusamhjálpinni en námskeiðið fór fram í Klifurhúsinu. Kennari á námskeiðinu var Eleanor Glennie frá Bretlandi en hún er meðal annars þjálfari tveggja klifrara sem tóku þátt í Ólympíuleikunum í París á síðasta ári og hefur þjálfað bæði breska og austurríska liðið.

Námskeiðið var sniðið að þjálfurum sem sinna hæfileikamótun ungmenna og var mikil ánægja á meðal þátttakanda sem telja sig hafa haft mikið gagn og gaman af.  

Myndir með frétt voru teknar á meðan á námskeiðinu stóð.

Myndir með frétt