Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Flokkun sérsambanda í afreksflokka fyrir árið 2025

27.12.2024

Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti fyrr í desember tillögu stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að flokkun sérsambanda í afreksflokka, en slík flokkun á sér stað ár hvert áður en úthlutað er afreksstyrkjum úr Afrekssjóði ÍSÍ. Fer flokkunin eftir alþjóðlegum árangri og umfangi alþjóðlegrar mótaþátttöku. Eru Afrekssérsambönd svo flokkuð eftir fimm þrepa árangurskvarða út frá árangri þeirra í alþjóðlegum mótum undanfarin ár.

Gerðar voru þrjár breytingar á flokkun sérsambanda frá síðasta ári. Judosamband Íslands og Karatesamband Íslands færast úr flokki Afrekssérsambanda í flokk Verkefnasérsambanda og Blaksamband Íslands færist úr flokki Verkefnasérsambanda í flokk Afrekssérsambanda. Afrekssérsambönd ÍSÍ eru 21 sem skiptast í fimm þrep innan flokksins og verkefnasérsambönd eru 12. Eitt sérsamband hefur ekki hlotið flokkun.