Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Judofélag Reykjanesbæjar bætist í hóp Fyrirmyndarfélaga ÍSÍ

16.12.2024

 

Judofélag Reykjanesbæjar fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á lokahófi félagsins í Bardagahöllinni að Smiðjuvöllum 5, þann 14. desember síðastliðinn. Það var Árni Björn Ólafsson, formaður félagsins, sem tók við viðurkenningunni úr höndum Jóns Reynis Reynissonar, sérfræðings á stjórnsýslusviði ÍSÍ. Á myndinni eru þeir Jón Reynir og Árni Björn ásamt ungum iðkendum félagsins með fána Fyirmyndarfélaga.

„Viðurkenningin Fyrirmyndarfélag ÍSÍ bætir gæði í félagsstarfinu og handbókin er frábær leiðarvísir fyrir komandi stjórnir félagsins. Þegar félag uppfyllir kröfur um Fyrirmyndarfélag ÍSÍ sýnir það metnað til að stuðla að góðu íþróttastarfi og starfsemi í samræmi við lög og reglur hverju sinni“, sagði Árni Björn Ólafsson formaður judofélagsins af þessu tilefni. 

Viltu vita meira um Fyrirmyndarfélög ÍSÍ?

Hér má sjá myndband um Fyrirmyndarfélög ÍSÍ.

Myndir með frétt