Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21.02.2026 - 21.02.2026

Ársþing SÍL

Ársþing Siglingasambands Íslands (SÍL) verður...
23

Sóley Margrét heimsmeistari í kraftlyftingum

19.11.2024

 

Sóley Margrét Jónsdóttir varð um síðustu helgi heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki þegar hún sigraði mótið með miklum yfirburðum og vann til verðlauna í öllum greinum. Hlaut hún gullverðlaun í hnébeygju og silfurverðlaun í bekkpressu og réttstöðulyftu. Hún tryggði sér jafnframt réttinn til að keppa á Heimsleikunum (e. World Games) í Kína á næsta ári. Nánar um keppnina á heimasíðu Kraftlyftingasambandsins.

ÍSÍ óskar Sóleyju Margréti innilega til lukku með frábæran árangur og góðs gengis í þeim verkefnum sem framundan eru hjá henni!

Mynd/Kraft.is