Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Taktu þátt í að tilnefna Íþróttaeldhuga ársins

07.11.2024

 

Um allt land leggja þúsundir sjálfboðaliða á sig ómælda vinnu, allt árið um kring til að halda starfi íþróttafélaga, íþróttahéraða og sérsambanda gangandi. Þetta eru hinir einu sönnu íþróttaeldhugar.

Íþróttaeldhugi ársins verður tilnefndur samhliða lýsingu á kjöri Íþróttamanns ársins 2024. Lottó og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) standa fyrir þessari tilnefningu. Tilgangurinn er að vekja athygli á þeim einstaklingum sem gefið hafa tíma sinn til að efla íþróttastarfið og halda því gangandi. Leitað er eftir framúrskarandi sjálfboðaliðum sem hafa í gegnum árin nýtt eigin hæfileika, frítíma og sérþekkingu til að efla íþróttastarf, t.d. með því að vinna að framkvæmd móta/leikja, safna fjármunum, bæta aðstöðu, sitja í stjórnum eða auka þátttöku hvar á landinu sem er. Skilyrði er að viðkomandi hafi unnið eftirtektarvert sjálfboðastarf innan íþróttahreyfingarinnar og sé ekki launaður starfsmaður félags.

Hver verður Íþróttaeldhugi ársins 2024?

Tekið verður á móti tilnefningum frá almenningi til fimmtudagins 5. desember og skiptir góður rökstuðningur fyrir tilnefningunni máli. Lokaákvörðun er í höndum sérstakrar valnefndar sem skipuð er fyrrum afreksíþróttafólki en bæði rökstuðningur og fjöldi ábendinga um sömu einstaklinga getur haft mikil áhrif niðurstöðuna. Valnefndin er skipuð eftirfarandi einstaklingum: Þórey Edda Elísdóttir formaður, Snorri Einarsson, Dagur Sigurðsson, Kristín Rós Hákonardóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir. Valnefndin mun fara yfir innsendar tilnefningar, velja þrjá aðila og taka lokaákvörðun um hver hlýtur titilinn Íþróttaeldhugi ársins 2024. Íþróttaeldhugi ársins 2024 fær afhentan glæsilegan verðlaunagrip frá Lottó.

Hér getur þú sent inn þína ábendingu. Hvern vilt þú tilnefna sem Íþróttaeldhuga ársins 2024?