Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Formannsskipti á ársþingi JSÍ og heiðrun

05.11.2024

 

Sunnudaginn 3. nóvember var 53. ársþing Judosambands Íslands (JSÍ) haldið í Íþróttamiðstöðinni Engjavegi. Þátttaka var mjög góð á þinginu og störf hefðbundin. Þingforseti var Valdimar Leó Friðriksson. Kári Mímisson, formaður Íþróttamannanefndar ÍSÍ og meðlimur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, ávarpaði þingið og var jafnframt fulltrúi ÍSÍ á þinginu.

Jóhann Másson, sem gegnt hafði formennsku í sambandinu síðustu tólf ár, gaf ekki kost á sér áfram og var Gísli Egilsson kosinn nýr formaður. Við þetta tilefni var Jóhanni þökkuð góð störf fyrir judosambandið og íþróttirnar í landinu og hann sæmdur Gullmerki ÍSÍ. Kári Mímisson sá um afhendingu heiðursviðurkenningarinnar fyrir hönd ÍSÍ. Jóhann var einnig kosinn heiðursformaður JSÍ á þinginu.

Myndin sem fylgir er af Jóhanni, fráfarandi formanni, og Gísla Egilssyni nýkjörnum formanni á þinginu. Fleiri myndir má finna í frétt á heimasíðu hjá Judosambandinu.