Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Eygló Fanndal Evrópumeistari ungmenna í lyftingum

01.11.2024

 

Í gær, fimmtudaginn 31. október, varð Eygló Fanndal Sturludóttir Evrópumeistari í ólympískum lyftingum í 71kg flokki á Evrópumóti ungmenna, 23ja ára og yngri í Póllandi. Eygló setti nýtt Norðurlandamet í fullorðinsflokki í samanlögðum árangri þegar hún lyfti 104kg í snörun og 133kg í jafnhendingu. Samtals lyfti hún 237kg sem var bæting um 1kg á hennar eigin meti í samanlögðu og lyfti hún jafnframt 26kg meira en næsti keppandi. Þess má geta að Eygló var ein af þrettán keppendum sem mynduðu Ólympíuhóp ÍSÍ í upphafi árs. 

Guðný Björk Stefánsdóttir átti einnig góðan dag en hún varð í þriðja sæti í 71kg flokkinum, sama flokki og Eygló. Guðný Björk lyfti næst þyngst allra keppenda í snörun eða 96kg og 114kg jafnhendingu, samtals 210kg.

Úrslit frá mótinu má nálgast á hér eða á heimasíðu EWF.

ÍSÍ óskar Eygló, Guðnýju og öðrum í teymi íslenska liðsins til hamingju með frábæran árangur!

Mynd/Lyftingasambandið.