Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Það borgar sig að taka þátt í Göngum í skólann

04.10.2024

 

Þrír þátttökuskólar, í verkefninu Göngum í skólann, voru síðastliðinn fimmtudag, dregnir út af handahófi og fékk hver skóli 150.000 kr. gjafabréf frá Altis, íþróttaverslun.

Skólarnir sem dregnir voru út voru:
Grandaskóli í Reykjavík,
Bláskógaskóli á Laugarvatni og
Reykhólaskóli í Reykhólasveit.


Eina skilyrðið fyrir þátttöku var að skrá skólann í verkefnið Göngum í skólann og hvetja nemendur til þess að ganga til og frá skóla.

ÍSÍ óskar þessum þremur skólum innilega til hamingju með útdráttarverðlaunin og vonast til þess að þau muni nýtast vel fyrir nemendur á skólalóðinni eða í íþróttatímum.

Hér má sjá frétt frá heimasíðu Göngum í skólann.