Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Golfklúbburinn Leynir áfram Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

19.09.2024

 

Golfklúbburinn Leynir fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á formannafundi Íþróttabandalags Akraness sem haldinn var á Akranesi miðvikudaginn 18. september síðastliðinn.  Golfklúbburinn fékks fyrst viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag árið 2009 en það voru þær Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Hildur Karen Aðalsteinsdóttir úr framkvæmdatjórn ÍSÍ sem afhentu formanni Leynis, Hróðmari Halldórssyni endurnýjun viðurkenningarinnar að þessu sinni.  Á myndinni eru frá vinstri, Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, Hróðmar Halldórsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir.

„Ávinningur Golfklúbbsins Leynis við að fá viðurkenningu ÍSÍ sem Fyrirmyndafélag er mikill. Að baki liggur góð vinna við að fara í gegnum marga þætti í starfsemi klúbbsins sem er bæði fróðleg og gagnleg fyrir starfsemina í heild. 
Viðurkenningin Fyrirmyndafélag ÍSÍ tryggir að Golfklúbburinn Leynir uppfylli þær gæðakröfur og vinni að langtímamarkmiðum, sem stuðla að bættri starfsemi og aukinni þátttöku klúbbsins á öllum sviðum“ sagði Rakel Óskarsdóttir framkvæmdastjóri Leynis af þessu tilefni.

Mynd/Guðmunda Ólafsdóttir.

Myndir með frétt